fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Bjarni Ben -„Menn voru að stíga í spínatið“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 10:29

Bjarni á fundinum í dag. Mynd/ Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra,  mætti fyrir opin fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan 10 í morgun þar sem rætt var verklag ráðherra við tilnefningar í stöður. Stendur fundurinn enn yfir.

Mikill styr hefur staðið um þá ákvörðun fjármálaráðuneytisins að hafna Þorvaldi Gylfasyni  hagfræðiprófessor í starf ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review, á grundvelli pólitískra skoðana hans.

Stigu í spínatið

Bjarni sagði á fundinum að þeir sem stóðu að ráðningunni hafi farið fram úr sér þar sem málið var komið í tímaþröng:

„Menn voru að stíga í spínatið.“

Hann nefndi að ráðuneytið hefði haft aðra umsækjendur í huga og kominn hefði verið tími til að kona gegndi starfinu. Þau áform hefðu þó verið óformleg.

Þá nefndi hann einnig að tilnefning Þorvaldar hefði komið öllum á óvart innan fjármálaráðuneytisins, þar sem hann hafði ekki verið nefndur í slíku samhengi áður og ljóst sé að starfsmaður ráðningarnefndarinnar hafi hlaupið á sig þegar hann lofaði Þorvaldi starfinu áður en samþykki allra hafi legið fyrir.

Þá viti hann ekki til þess að Þorvaldur hafi komið að stefnumótun stjórnvalda hér á landi varðandi efnahagsmál, sem væri eitt þeirra skilyrða sem ráðuneytið hefði horft til.

Þá sagði Bjarni að aldrei hafi verið fullyrt að Þorvaldur hafi verið formaður Lýðræðisvaktarinnar, það væri aðeins talið þannig samkvæmt bestu vitneskju. Það hafi síðar verið leiðrétt.

Bjarni sagði því að ekkert lægi fyrir að stjórnmálaskoðanir Þorvaldar hafi verið grundvöllur höfnunar hans.

Bjarni sagði einnig að það væri málefnalegt sjónarmið að spyrja sig að því hvort maður sem komið hefði að forystu í stjórnmálaflokki væri heppilegur í slíku starfi.

Sagði hann að Þorvaldur félli ekki að hugmyndum ráðuneytisins sem áður hafi komið fram, og sé einnig óheppilegur samstarfsaðili af öðrum ástæðum, en það sé hins vegar engin árás á akademískt frelsi hans.

Kunningjasamfélag ?

Bjarni velti því upp hvort ráðningarferlið og tilnefning Þorvaldar væri einhverskonar hluti af kunningasamfélaginu, þar sem miðaldra karlmenn sem þekktust áður væru að bregðast við því að ráðuneytið hefði lagt til konu af nýrri kynslóð.

Ekki horft til stjórnmálaskoðana

Bjarni sagðist ekki halda að dæmi væri um að horft væri til stjórnmálaskoðana fólks þegar staðið væri að ráðningum innan ráðuneytisins, honum væri ekki kunnugt um það, nema í tilfellum aðstoðarmanna ráðherra, sem væru þó annars eðlis.

Hann viðurkenndi þó að sum verkefni væri þannig eðlis að þau væru pólitísk og því lægi fyrir að leitað væri til fólks sem líklegra væri að ná árangri í slíkri stefnumörkun. Þá skipti pólitíkin sjálf ekki öllu máli, heldur væri horft til þess að viðkomandi myndi ekki leggja stein í götu verkefnisins.

Bjarni var spurður hvaðan sú ákvörðun kom að telja Þorvald of pólitískan.

Bjarni ítrekaði þá aftur að ákvörðunin hafi verið tekin í upphafi að velja konu, með reynslu af stefnumótum, sem Þorvaldur hefði ekki að hans bestu vitneskju. Þá nefndi hann að tölvupóstssamskiptin hefðu ekki verið borin undir hann, en fleiri gögn lægju að baki málinu, tölvupósturinn væri aðeins brot af gögnum málsins.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur