Öll spjót beindust að Herði Magnússyni, fyrrum starfsmanni á Stöð2 Sport í gærkvöldi þegar fyrrum samstarfsmenn og fleiri fóru að saka hann um að sigla undir fölsku flaggi á samfélagsmiðlinum Twitter. Garðar Örn Arnarson pródúsent á Stöð2 benti fyrstur á þetta og grunaði Hörð um að notast við aðgang sem kallar sig Ásgeir. Skömmu eftir að hafa velt þessu upp þá skrifaði Garðar. „Staðfest,“ og fullyrti þar að um Hörð væri að ræða.
Fleiri tóku í sama streng og Garðar og fóru að gruna að þarna væri Hörður að verki. Notandinn Ásgeir hefur mikinn áhuga á Liverpool, FH, Þrótti. Ásgeiri líkar það einnig þegar Herði er hrósað og fjölskyldu Harðar gerir vel. Þetta tengdu margir við Hörð sem hafnar þessu alfarið og birtir harðorðan pistil á Facebook í dag.
„Hvenær stoppar þetta,“ skrifar Magnús Haukur Harðarson sonur Hödda Magg á Twitter og birtir færslu hans af Facebook.
Hvenær stoppar þetta pic.twitter.com/ZAxdZmSwem
— Magnús Haukur (@Maggihodd) June 14, 2020
Í færslu sinni segir Hörður. „Ekki veit ég hve lágt er hægt að leggjast en því miður virðist botninn vera endalaus,“ skrifar Hörður en honum var sagt upp á Stöð2 Sport síðasta haust og hafði þá skömmu áður hætt á Twitter.
„Einn af yfirmönnum á Stöð2 Sport sakar mig um að sigla undir fölsku flaggi á Twitter. Nokkrir aðilar sem tengjast stöðinni beinum eða óbeinum þætti taka svo hressilega undir. Hvernig ætlar Vodafone/Sýn að tækla þetta,“ skrifar Hörður.
Is this really hoddi magg 🤣🤣🤣🤣🤣🤣🤣🤣🤣🤣🤣🤣🤣🤣🤣🤣🤣🤣 #mental 😹 pic.twitter.com/SUc5fu7bDQ
— Gaz Martin (@G10bov) June 14, 2020
Sgeir8 er fake notendanafn Hödda Magg. Vísun í heilagan Steven Gerrard no 8. You can’t make this shit up.
Hefði mælt með að vera aðeins frumlegri í nafni og ekki læka allt sem tengist fjölskyldunni og Liverpool. pic.twitter.com/19RrFjJ4vu— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) June 14, 2020
Færslur Ásgeirs:
Þegar farið var að saka notandann Ásgeir á Twitter í gær um að vera í raun Hörður Magnússon fór notandinn að reyna að fjarlægja færslur út, margar af þeim eru þó enn inni. Ásgeir hefur mikla skoðun á því sem er í gangi á Stöð2 Sport og les yfir nokkrum starfsmönnum stöðvarinnar en hrósar öðrum. Gary Martin er ítrekað kallaður „Cunt“ og Eiður Smári Guðjohnsen fær hárblásari frá Ásgeir. Ásgeir virðist ekki þola þá sem koma að hlaðvarpsþættinum Dr. Football og kallar Kristján Óla Sigurðsson meðal annars aumingja.
„Sgeir8 er fake notendanafn Hödda Magg. Vísun í heilagan Steven Gerrard no 8. You can’t make this shit up. Hefði mælt með að vera aðeins frumlegri í nafni og ekki læka allt sem tengist fjölskyldunni og Liverpool,“ skrifar Kristján Óli á Twitter.
Hér að neðan má sjá brot af þeim færslum frá notandanum Ásgeiri sem Hörður er sakaður um að stýra en þessi öflugi íþróttafréttamaður hafnar alfarið.
Þegiðu aumingi
— Ásgeir (@sgeir8) May 19, 2020
Cunt
— Ásgeir (@sgeir8) May 12, 2020
Eitthvað annað en þú í Barcelona
— Ásgeir (@sgeir8) April 18, 2020
Viðbjóður
— Ásgeir (@sgeir8) March 27, 2020
Aumingi
— Ásgeir (@sgeir8) March 22, 2020
Horfir enginn a eitthvað körfubolta rusl
— Ásgeir (@sgeir8) March 18, 2020
Skíttu í þig
— Ásgeir (@sgeir8) March 16, 2020
Öllum rottan þín
— Ásgeir (@sgeir8) February 29, 2020
Jú stöð 2 sport er orðin skelfileg stöð því það er enginn eftir lítill standard á þessu.
— Ásgeir (@sgeir8) April 14, 2020