fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Pétur Jóhann: „Ég biðst einlægrar afsökunar á framgöngu minni“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 13. júní 2020 17:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Jóhann Sigfússon, skemmtikraftur, hefur beðist afsökunar vegna myndbands sem birtist af honum á Instagram-síðu grínistans Björns Braga Arnarssonar. Myndbandið vakti mikla athygli í vikunni sem nú er að líða, en í því þótti Pétur Jóhann sýna ansi fordómafulla hegðun. 

Afsökunarbeiðni Péturs birtist á Facebook-síðu hans. Hann segir að markmið sitt hafi ekki verið að særa fólk og að hann hafi lært af málinu.

Hegðun hans var harðlega gagnrýnd í vikunni, meðal annars af baráttukonunni Semu Erlu Serdar, sem sagði myndbandið sýna ótrúlega fordóma í garð kvenna og rasisma. Í kjölfarið bárust Semu grófar hótanir frá meintum stuðningsmönnum Péturs og félaga hans sem í myndbandinu bregður fyrir. Sema Erla hefur kallað eftir því að Pétur svari fyrir hegðun sína

Sjá einnig: „Hótanir um ofbeldi og að fjölskyldan mín yrði skotin“ – Vill að Pétur, Björn og Egill svari fyrir hegðun sína

Afsökunarbeiðni Péturs er eftirfarandi:

Elsku þið öll.

Myndband sem tekið var af mér í einkasamkvæmi um síðustu helgi hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Ég biðst einlægrar afsökunar á framgöngu minni í þessu myndbandi og þykir leitt að hafa sært. Það var ekki ætlun mín að særa. Það er alveg ljóst að ég hef lært af þessu máli og þeirri umræðu sem af því hlaust.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm löggur á þing – Þrír læknar í sama flokknum

Fimm löggur á þing – Þrír læknar í sama flokknum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Friðrik Ómar tapaði hundruðum þúsunda með augnabliksóvarkárni – „Passið ykkur“

Friðrik Ómar tapaði hundruðum þúsunda með augnabliksóvarkárni – „Passið ykkur“