fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Sigurður Ingi hefur ekki áhuga á stjórn með Miðflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 6. nóvember 2017 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki spenntur fyrir myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Hann segir að slík stjórn myndi ekki hafa breiða skírskotun, líkt og hann hefur lagt áherslu á. Hann segir enn fremur að hann kannist ekkert við það að ástæða þess að viðræður hafi slitnað sé að hann beri ekki traust til Pírata.

Þetta kemur fram á mbl.is. „Við höfum allan tímann sagt að við getum ekki útilokað eitt né neitt til að búa til starfhæfa ríkisstjórn. Á sama tíma hef ég lagt áherslu á að ríkisstjórn í landinu, til að búa til pólitískan stöðugleika, þurfi breiðari skírskotun. Ég get ekki séð að hún myndi svara því kalli,“ segir Sigurður Ingi í samtali við mbl.is.

Þar segir hann jafnframt að næstu skref væru í höndum Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG. „Eins og Katrín upplýsti hefur hún látið forseta vita og hefur umboð hans til að leita annarra leiða í dag í það minnsta. Síðan taka menn stöðuna. Boltinn er hjá formanni Vinstri grænna,“ segir Sigurður Ingi.

Það má telja líklegt að þegar Sigurður Ingi segist vilja ríkisstjórn með breiða skírskotun sé hann að vísa til mögulegrar stjórnar Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins, líkt og Egill Helgason hefur bent á: „Reyndar er víst að draumaríkisstjórn bæði Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jónssonar er stjórn með Vinstri grænum. Það er ekki enn kominn tími til að reyna að mynda hana, en það gæti gerst þegar nær dregur jólum, þegar ef til vill hefur mistekist að mynda stjórnina til hægri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur