fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Bjarni og Tómas teknir á teppið á mánudaginn -„Ef þú hagar þér ekki vel, þá færðu ekki vinnu við hæfi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. júní 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála fjármála- og efnahagsráðuneytisins, mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á mánudaginn. Fundarefnið er verklag ráðherra við tilnefningar í stöður. Fundurinn verður opinn og hefst klukkan 10.

Tilefni fundarins eru afskipti fjármálaráðuneytisins af ráðningu ritstjóra fræðiritsins Nordic Economic Policy Review, en ráðuneytið lagðist gegn því að hagfræðiprófessorinn Þorvaldur Gylfason fengi stöðuna með vísan til stjórnmálaskoðana hans.

Svívirðileg framkoma

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir í samtali við DV að það sé eðlilegt að nefndin taki málið til skoðunar.

„Ég er formaður nefndarinnar og tók undir beiðni sem kom frá Guðmundi Andra Thorsson sem er nefndarmaður,“ segir Þórhildur. En upphaflega var það Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sem skoraði á nefndina að taka málið til skoðunar á Alþingi í vikunni.

„En svo er líka bara sjálfsagt og eðlilegt að við skoðum þetta,“ segir Þórhildur. „Mér finnst þetta mjög óeðlilegt og mér finnst alveg ótrúlegt að forsætisráðherra Íslands styðji þessa svívirðilegu framkomu fjármálaráðherra.“

Þórhildi Sunnu finnst eins óeðlilegt að fjármálaráðherra hafi réttlæt þessi afskipti fjármálaráðuneytisins. „Það er svona þegar maður er búinn að komast upp með valdníðslu í fleiri fleiri ár að þá fer manni bara að finnast það eðlilegt að halda þessu áfram.“

Senda atvinnuróg til félaga sinna

Aðspurð segir hún að það sé ekki nauðsynlegt að ritstjóri slíks fræðirits sé samstíga fjármálaráðuneyti í skoðunum.

„Nei þetta er ekkert stefnumótunarrit fyrir það land sem á ritstjórnin að hverju sinni. Það kemur bara skýrt fram hver áhersla þessa rits er og hvernig valið er í það á heimasíðunni. Það er eitt. En að senda bæði rangar upplýsingar og í raun bara atvinnuróg til félaga sinna, það er annað og stærra mál. Sömuleiðis er ótrúlegt að viðurkenna það að stjórnmálaskoðanir fræðimanna eigi að hafa neikvæðar og alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi þegar kemur að ráðningu í fræðistörf.“

Ef þú hagar þér ekki vel, færðu ekki vinnu við hæfi

Hún segir að með þessu sendi stjórnvöld alvarleg skilaboð til fræðasamfélagsins. Þeim sé ekki unnt að beita skoðunar- og tjáningarfrelsi sínu án þess að það hafi afleiðingar.

„Mér finnst þetta bara eitt af mörgum kælandi og mjög lýsandi skilaboðum og aðgerðum stjórnvalda til þess að kæfa og þagga niður upplýsta akademíska sem og samfélagslega umræðu. Það er sýknt og heilagt verið að senda þau skilaboð í þessu landi að ef þú hagar þér ekki í samræmi við það hvernig valdinu hentar, ef þú hagar þér ekki vel, þá færðu ekki vinnu við hæfi, þá verða við því afleiðingar og þetta hefur auðvitað mjög kælandi áhrif á tjáningarfrelsið á Íslandi. Og er skiljanlega valdur af því að margir veigra sér við því að tjá sig opinberlega um skoðanir sínar af ótta við neikvæðar afleiðingar“

Líkt og áður kemur fram verður fundurinn opinn og því verður hægt að fylgjast með honum á mánudagsmorgun, klukkan 10:00.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur