fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Glee leikkona ásökuð um rasisma – Hótaði að skíta í hárkollu mótleikkonu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. júní 2020 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Samantha Marie Ware lék í vinsælu söngvaþáttunum Glee ásamt leikkonunni Lea Michele, en sú síðarnefnda hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarið eftir að ásakanir komu fram um að Michele hefði komið verulega illa fram við samstarfsmenn sína á meðan á tökum þáttanna stóð.

Samantha Marie greindi fyrst frá þessi á Twitter síðu sinni þar sem hún sagði að Michele hefði gert líf sitt að helvíti á jörð og að Michele hefði einu sinni hótað að skíta í hárkolluna hennar.

Óvild frá fyrsta degi

„Ég vissi strax að henni líkaði illa við mig eftir að ég reyndi að kynna mig fyrir henni. Þetta var ekki hæg þróun. Hún ákvað um leið að henni líkaði illa við mig og það var mjög augljóst. Eftir fyrsta tökudaginn byrjaði þetta – þögla meðferðin – störukeppnin, augngoturnar og athugasemdirnar – hægláta heimtufrekjan. Þetta hafði allt áhrif,“ sagði Samantha í viðtali við Variety nýlega.

„Framkoma Leu var ekkert nýtt af nálinni þarna, svo þar sem þetta var svo algengt, þá þótti mitt tilfelli ekkert mikið mál. Ég man eftir fyrsta deginum sérstaklega, þá sagði ég eitthvað en enginn brást við. Fólk bara yppti öxlum og sagði „Þetta er bara hvernig hún er“. Enginn reyndi að stöðva þetta og það var slæmt þar sem þetta skapaði vinnuumhverfi sem viðhélt þessari hegðun.“

Spurð út í atvikið í Twitter færslunni, þar sem Lea hótaði að skíta í hárkolluna hennar sagði Samantha:

„Sumir flissuðu á meðan aðrir tóku andköf. Þetta var skammarlegt. Hennar eina markmið var að niðurlægja mig. Fólk heyrði í henni en enginn vildi standa upp í hárinu á henni.“

Samantha telur, þó að Lea hafi neitað því, að atvikið hafi verið skýrt dæmi um rasisma. „Svartar konur hafa í gegnum söguna verið þekktar fyrir að nota hárkollur“

Hótaði brottrekstri

Samantha segir að Michele hafi hótað henni brottrekstri fyrir framan samstarfsfélaga.

„Þegar þú ert að taka upp senu þá er myndavélinni stundum beint að þér, en stundum ekki. Þú ert engu að síður í senunni. Þegar myndavélin var ekki á okkur þá þurftum við ekki beint að viðhalda fullkomni fagmennsku, en greinilega var ég eitthvað að fíflast þegar myndavélinni var ekki beint að mér og hún tók því sem að ég væri að vanvirða hana,“ sagði Samantha. „Hún beið þangað til takan var búin, stoppaði á miðju sviðinu og benti mér að koma með fingrunum, svona eins og mæður gera við börn sín.“

Samantha segist ekki hafa brugðist við þessari fingrabendingu og þá hafi Lea kallað „Þú verður að koma núna á stundinni!“

„Ég sagði nei“ og þá ákvað hún að hóta því að ég yrði rekin og sagði að hún ætlaði að hringja í Ryan Murphy [þáttastjórnanda] og láta hann reka mig. Þetta var mjög ógnvekjandi. Í heila viku gekk ég um og hélt að ég væri að fara að fá tölvupóst og gæti líklega ekki tekið upp restina af þáttaröðinni eða að ég fengi ekki aftur að syngja í þáttunum.“

Samantha segir að Lea hafi gert henni ljóst að það væri Lea sem hefði völdin á tökustað. „Hún sagði mér að þegja. Hún sagði að ég ætti ekki skilið að vinna þarna. Hún talaði um að hún hefði völdin. Og það er málið- ég skildi það fullkomlega og var alveg tilbúin til að vera bara „já þetta er þinn þáttur, ég er ekki hingað komin til að vanvirða það. En þarna var þetta ekki spurning um virðingu heldur var hún að misbeita valdi sínu.“

Samantha steig upprunalega fram með þessar ásakanir eftir að Lea hafði tjáð sig um hreyfinguna Black Lives Matter á samfélagsmiðlum. En Samantha telur að framkoma Leu gegn henni hafi byggt á kynþáttafordómum.

Man ekki eftir hótuninni

Lea hefur gefið út opinbera afsökunarbeiðni. Hún nefnir ekki Samönthu þar sérstaklega en flestum þykir ljóst að afsökunarbeiðninni sé beint til hennar.

„Þegar ég tjáði mig á Twitter um daginn þá átti það að vera stuðningsyfirlýsing við vini okkar og nágranna og samfélög svartra á þessum erfiðu tímum, en viðbrögðin við færslunni minni hafa fengið mig til að hugsa um hvernig samstarfsmenn mínir upplifðu framkomu mína. Ég man ekki eftir þessu tiltekna atviki og ég hef aldrei dæmt aðra af uppruna þeirra eða húðlit. En það skiptir ekki máli hér, það sem skiptir máli er að ég kom fram með hætti sem særði aðra. Hvort sem það var vegna forréttindastöðu minnar og sjónarhorni sem olli því að framkomu minni var tekið sem ónærgætinni eða óviðeigandi á tímum eða hvort það var vegna vanþroska eða því að ég væri óþarflega erfið í samskiptum. Ég biðst afsökunar á hegðun minni og þeim sársauka sem ég hef valdið.“

Frétt Eonline 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim trylltist af reiði – Eyðilagði sjónvarp

Amorim trylltist af reiði – Eyðilagði sjónvarp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.