Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir stríðinu við borgina ekki lokið þó svo ein orrusta hafi unnist:
„Þetta er ekkert búið. Þeir ætla sér þarna í gegn. Það er alveg á hreinu,“
segir Hörður í helgarblaði DV sem kom út í dag.
Sem kunnugt er tilkynnti Reykjavíkurborg á fundi þann 30. apríl að til stæði að rífa flugskýli Ernis án þess að greiða ætti félaginu bætur, því koma þyrfti vegi fyrir á sama stað vegna deiliskipulags borgarinnar á svæðinu þar sem gert er ráð fyrir íbúabyggð.
Þessi áform hafa hins vegar verið tekin af dagskrá að sögn Reykjavíkurborgar. Herði var þó ekki tilkynnt um það. Borgin viðurkenndi samskiptamistök og sagði formaður skipulagsráðs borgarinnar að haft yrði samband við Hörð vegna málsins.
Hörður gefur hins vegar lítið fyrir skýringar Reykjavíkurborgar og segist ekkert hafa heyrt frá þeim vegna málsins, né fengið afsökunarbeiðni, þrátt fyrir fögur fyrirheit.
Nánar er fjallað um málið í helgarblaði DV.