fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Segja gervihnattarmyndir sýna að COVID-19 hafi brotist mun fyrr út í Wuhan

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júní 2020 05:50

Frá Wuhan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að sögn að kórónuveiran, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, hafi brotist út mun fyrr en áður hefur verið haldið fram. Vísindamenn við Harvard Medical School segja þetta niðurstöður rannsóknar sinnar. Þeir byggja niðurstöðurnar á yfirferð gervihnattarmynda sem sýna að það var miklu meira að gera á sjúkrahúsum í Wuhan mánuðum saman áður en kínversk yfirvöld skýrðu frá veirunni.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að í rannsókninni komi fram að miklu fleira fólk hafi komið á sjúkrahús í Wuhan í nokkra mánuði áður en tilkynnt var um tilvist veirunnar. Þessari niðurstöðu komust þeir að með því að telja bíla sem var ekið að sjúkrahúsunum. Er þá miðað við þann fjölda sem reikna mátti með að kæmi á sjúkrahús á þessum árstíma miðað við reynslu fyrri ára.

Myndirnar sem stuðst var við.

Í rannsókninni, sem hefur ekki verið ritrýnd, er því haldið fram að þetta geti bent til að kórónuveiran hafi breiðst mun fyrr út í Wuhan en kínversk yfirvöld hafa sagt. Auk gervihnattarmyndanna byggja vísindamennirnir niðurstöðu sína á aukinni umferð á kínversku leitarvélinni Baidu þar sem fólk leitaði upplýsinga um einkenni kórónuveirusmits.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort gervihnattarmyndirnar séu allar frá sömu vikudögum eða sama tíma dags. Það getur skipt máli um hvort hægt er að bera þær beint saman. Einnig hafa verið settar fram efasemdir um tölvutæknina sem var notuð við að telja bíla á myndunum.

Talskona kínverska utanríkisráðuneytisins vísaði niðurstöðum rannsóknarinnar algjörlega á bug og sagði fáránlegt að komast að þessari niðurstöðu á grunni yfirborðslegra athugana á umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti