fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Rannsaka hvort mikil neysla kóladrykkja tengist andláti barnshafandi konu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júní 2020 05:45

Amy Parker Thorpe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember 2018 lést Amy Louise Thorpe skyndilega aðeins þrítug að aldri. Hún átti þrjú börn og var gengin fjóra mánuði með það fjórða. Samkvæmt frétt New Zealand Herald er nú verið að rannsaka andlát hennar og hvort mikil neysla hennar á kóladrykkjum hafi átt hlut að máli.

Thorpe fannst látin á heimili sínu í Invercargill. Eiginmaður hennar segir að hún hafi drukkið um tvo lítra af Coca-Cola á dag og um einn lítra af orkudrykkjum. Þessir drykkir innihalda mikið koffín.

Síðustu mánuði lífs síns hafði Thorpe fengið nokkur köst, sem líktust flogaveikisköstum, hún glímdi við kæfisvefn, þunglyndi og kvíða.

Vinkona hennar, Madonna Bresolini-Meikle, sagði lögreglunni að Thorpe hafi drukkið meira magn af orkudrykkjum daglega en fólk drekki venjulega af kaffi. Thorpe reykti einnig eða um 80 grömm á viku.

Mánuði áður en hún lést var hún send til taugalæknis sem ráðlagði henni að taka lyf við köstunum og að fara í heilamyndatöku. Thorpe vildi ekki taka lyfin né fara í myndatökuna. Læknirinn, Graeme Hammond-Tooke, telur að mikil koffínneysla hennar hafi átt stóran þátt í dauða hennar.

Fyrir tíu árum lést Natasha Harris þrítug að aldri af völdum hjartaáfalls. Hún bjó einnig í Invercargill. Við rannsókn á andláti hennar kom fram að hún hafi drukkið átta til tíu lítra af kóladrykkjum á dag. Eiginmaður hennar sagði dánardómsstjóra að hún hafi byrjað daginn á að drekka kóladrykk og það hafi verið það síðasta sem hún gerði á hverju kvöldi, hún hafi verið háð kóladrykkjum.

Hann sagði einnig að hún hafi verið lystarlítil og hafi reykt um 30 sígarettur á dag. Síðustu mánuðina fyrir andlátið kastaði hún mikið upp, blóðþrýstingur hennar var hár og hún var orkulítil.

Réttarmeinafræðingar komust að þeirri niðurstöðu að gríðarleg neysla hennar á kóladrykkjum hafi átt stóran hlut að máli varðandi andlát hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin