fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Fundu forsögulega uppeldisstöð hvíthákarla

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. júní 2020 20:30

Hvíthákarl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvíthákarlar hafa öðlast frægð í gegnum kvikmyndir og sjónvarp enda um stór og mikil dýr að ræða. Alltaf í leit að bráð og með hrikalegar tennur. Tegundin á í vök að verjast vegna veiða, mengunar og lítillar viðkomu. Vísindamenn eiga því erfitt með að rannsaka þessa langlífu tegund.

Nýleg uppgötvun varpar þó örlitlu ljósi á sögu hvíthákarla. Vísindamenn fundu sannanir fyrir að í Coquimbo í Chile hafi verið uppeldisstöð hvíthákarla. Talið er að þar hafi hákarlar hafst við fyrir um 2,5 til 5 milljónum ára. Fjallað er um þetta í Scientific Reports.

Hópur vísindamanna, undir stjórn Jaime A. Villafana hjá Vínarháskóla, rannsakaði tennur hvíthákarla, sem fundust á þremur stöðum í Suður-Ameríku. Þeir komust að því að tennurnar frá Coquimbo voru úr ungum dýrum.

Hluti tannanna sem voru rannsakaðar. Mynd:Jaime Villafaña/Jürgen Kriwet

Vitað er að hvíthákarlar ala afkvæmi sín upp í einhverskonar vöggustofum á grunnsævi. Þar gæta fullorðin dýr afkvæmanna og verja þau fyrir rándýrum þar til þau eru orðin nægilega stór til að geta séð um sig sjálf.

Hvíthákarlar verða kynþroska á milli tvítugs og þrítugs og geta orðið rúmlega 60 ára.

Út frá rannsóknum á tönnunum gátu vísindamennirnir ályktað að hvíthákarlar hafi haft fyrrgreindan hátt varðandi vöggustofuuppeldi á í milljónir ára.

Í dag er vitað um nokkrar vöggustofur hvíthákarla, þar á meðal eina undan ströndum New York. Hún uppgötvaðist 2016 og var það fyrsta uppeldisstöðin í Norður-Atlantshafi sem fannst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga