Í maí var meðalyfirborðshiti á jörðinni 0,63 gráðum hærri en meðaltal áranna 1981 til 2010. Hitinn var sá hæsti frá því að mælingar hófust 1981.
Ef aðeins er litið á hitann í Evrópu þá var meðalhitinn í maí aðeins lægri en venja er til. Það var hlýrra en venja er í suðvestanverðri og norðvestanverðri álfunni en kaldara í norður- og austurhluta hennar.
Meðalhitinn í mars til og með maí var 0,7 gráðum yfir venjulegum meðalhita.
Alþjóða veðurfræðistofnunin WMO sagði í síðasta mánuði að hærri sjávarhiti muni valda hærri hita á landi.
Óvenjulega hlýtt hefur verið í Alaska, Síberíu og á Suðurskautslandinu að undanförnu. Þar var meðalhitinn allt að 10 gráðum hærri en venjulega.