fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Lord of the Rings-sjónvarpsþættir í bígerð

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amazon hefur tryggt sér útgáfuréttinn að sjónvarpsþáttum sem verða byggðir á Lord of the Rings-þríleiknum. Talið er að samningurinn sé metinn á 250 milljónir Bandaríkjadala, 26 milljarða króna tæplega.

Þættirnir eru sagðir munu gerast fyrir atburðina í Lord of the Rings-bókunum en verða samt sem áður trúir sagnaheimi Tolkiens. Að sögn breska blaðsins Mirror er í samningnum einnig kveðið á um möguleikann á að gera svokallaða aukaafurð (e. spin-off).

Þetta eru sérstaklega góð tíðindi fyrir aðdáendur epískra fantasíuþátta enda munu hinir geysivinsælu þættir Game of Thrones hætta eftir sýningu áttundu seríunnar á næsta ári.

Amazon mun framleiða nýju þættina í samstarfi við Harper Collins-bókaútgáfuna og New Line Cinema-kvikmyndafyrirtækið.

Gera má ráð fyrir að þáttanna verði beðið með talsverði eftirvæntingu sé litið til velgengni Lord of the Rings-myndanna í leikstjórn Peters Jackson á fyrri hluta 21. aldarinnar. Talið er að þær hafi þénað tvo milljarða Bandaríkjadala auk þess að sópa að sér 17 Óskarsverðlaunum í það heila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað