fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Christie fyrir nýja kynslóð

Bíódómur: Murder on the Orient Express

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. nóvember 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Murder on the Orient Express er byggð á samnefndri metsölubók Agöthu Christie og fjallar um belgíska einkaspæjarann Hercule Poirot, sem ferðast með Austurlanda hraðlestinni frá Instanbúl til París á leið í langþráð frí. Á leiðinni er einn farþega lestarinnar myrtur og nær vinur Poirot, lestarstjórinn Bouc, að sannfæra hann um að finna hinn seka. Saman vinna þeir í kapp við tímann að finna morðingjann áður en lestin kemst á áfangastað.

Írski gæðaleikarinn Kenneth Branagh tekur hér eina af bestu og vinsælustu sögum Agöthu Christie, dustar af henni rykið sem ekkert er og setur í nýjan búning fyrir nýja kynslóð. Branagh leikur aðalhlutverkið, Poirot sjálfan, auk þess að leikstýra myndinni. Bók Christie kom út árið 1934 og er skrifuð á þeim tíma þegar heiður, siðareglur og almenn kurteisi þýddu eitthvað í samskiptum fólks og þrátt fyrir að sagan sé orðin 83 ára ættu slík grunngildi að vera enn við lýði. Sagan sem slík er því alveg tímalaus.

Í helstu hlutverkum auk Branagh er rjómi breskra og bandarískra gæðaleikara í öllum hlutverkum, Judi Dench, Michelle Pfeiffer, Johnny Depp, Willem Dafoe, Derek Jacobi, bara svona til að nefna nokkra.

Branagh tókst vel til fyrir nokkrum árum að endurgera verk Shakespeare. Núna er röðin greinilega komin að drottningu ráðgátunnar Agöthu Christie, því næsta mynd Branagh er endurgerð á annarri sögu (mynd) Christie, Death on the Nile eða Dauðinn á Níl, þar sem hann mun aftur bregða sér í hlutverk Poirot.

Það er eins og áhorfendur í dag og kannski sérstaklega í Bandaríkjunum geti ekki horft á neitt gamalt, og Hollywood leitar stöðugt í gullkistuna og endurgerir gamalt gæðaefni fyrir nýja áhorfendur. Hér er það svo sannarlega tilvikið, allir sem komnir eru á ákveðinn aldur þekkja sögu Agöthu Christie (sem hefur verið marggefin út) og þetta er í fjórða sinn sem sagan ratar á filmu, kvikmynd árið 1974, sjónvarpssmynd árið 2001 og þáttur árið 2010 í þáttaröðinni Agatha Christie´s Poirot. Ég hef ekki séð seinni tvær, en útgáfan 2017 er óhjákvæmilega borin saman við útgáfu Sidney Lumet frá 1974.

Þá eins og nú voru gæðaleikarar í öllum hlutverkum, sem eitt og sér gerir báðar myndirnar vel þess virði að horfa á. Mynd Lumet var tilnefnd til sex Óskarsverðlauna og hlaut Ingrid Bergmann þau sem besta leikkona í aukahlutverki.

Murder on the Orient Express er fínasta afþreying, en alls ekki gallalaus. Hún er falleg fyrir augað frá upphafi til enda, búningar, umhverfið, lestin sjálf. En það sem Branagh klikkar á er að setja sjálfan sig í tvö aðalhlutverk, bæði sem Poirot og yfirskeggið sem hann ber, sem er svo svakalegt að ég er hissa að það er ekki á kreditlistanum. Vinna hefði mátt betur úr hverjum karakter og af hverju hann er þarna, enda er atvikið sem er undirstaða plottsins upphafsatriði myndarinnar frá 1974. Í nýju myndinni er upphafsatriðið hins vegar eitthvað sem engu máli skiptir fyrir söguna, nema til að sýna duttlunga, fullkomnunaráráttu og hæfileika Poirots til að leysa ráðgátur, sem enginn annar virðist geta leyst.

Lokatriði myndarinnar er svo eins og uppstilling á Síðustu kvöldmáltíðinni, en þá fellur tjaldið og hinn seki finnst. Meira púður fer samt í einhvern móralskan þankagang um hvað er rétt og rangt í stað útskýringar Poirot á því hvernig hann fann út hver hinn seki er.

Niðurstaða: Ágætis afþreying með gæðaleikurum í hverju hlutverki, sem er þó óhjákvæmilega borin saman við fyrri útgáfu hennar. Myndin stendur samt fyllilega fyrir sínu og ætti að renna ljúft ofan í gamla og nýja aðdáendur Christie.

Kvikmyndin Murder on the Orient Express er komin í sýningar í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin