En opnunin verður með öðru sniði en áður því aðeins verður opið upp á aðra hæð og lyftan verður ekki í notkun til að draga úr hættunni á smiti. Gestir turnsins þurfa því að ganga upp 674 tröppur til að komast upp á aðra hæð hans en hún er 115 metra yfir yfirborði jarðar.
Allir eldri en 11 ára þurfa að nota andlitsgrímur.
Rekstraraðilar turnsins segja að lyftan verði opnuð um leið og það sé talið óhætt út frá heilsufarslegum sjónarmiðum.
Efsta hæð turnsins verður lokuð. Lyfturnar sem flytja fólk frá annarri hæð upp á þá efstu er of litlar til að hægt sé að uppfylla kröfur um fjarlægð á milli fólks. Vonast er til að hægt verði að opna efstu hæðina síðar í sumar.