Hún segir staðfest sé að smit hafi greinst hjá hluta þeirra 1.700 hermanna sem stóðu vörð vegna mótmælanna sem fram fóru gegn lögregluofbeldi og kynþáttahatri í kjölfarið á andláti George Floyd hinn 25. maí síðastliðinn. George Floyd lést eftir að lögregluþjónn í Minneapolis þrýsti hné sína að hálsi hans í átta mínútur og 46 sekúndur við handtöku. Mótmælin hafa meðal annars farið fram við Hvíta húsið.
Þjóðvarðliðið var fyrst kallað út af borgarstjóranum í Washington D.C. og síðar af alríkisstjórninni til að koma í veg fyrir óeirðir og gripdeildir.
Brooke Davis segir að hermennirnir hafi greinst smitaðir bæði fyrir og eftir mótmælin. Margir mótmælendanna voru með grímur, en þó voru nokkrir sem ekki báru grímu. Einnig voru margir úr hópi lögreglunnar og hermanna sem ekki báru grímur. Hún segir að þjóðvarðliðið hafi haldið fjarlægð og notað varnarbúnað eins og hægt hafi verði.
Næstum 112 þúsund hafa látist af völdum kórónaveirunnar í Bandaríkjunum, eftir að veiran barst þaðan frá Kína og Evrópu. Af þeim 7,2 milljónum sem smitast hafa, erum um 2 milljónir í Bandaríkjunum.