fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Líf sögð brjóta siðareglur Sorpu

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 09:16

Líf Magneudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur þögnina frá stjórnarmönnum Sorpu vegna fyrirspurna um starfsemi stöðvarinnar, vera brot á siðareglum fyrirtækisins.  Þetta kemur fram í grein hans í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fjallar um Sorpumálið.

Egill bendir á að í siðareglum Sorpu segi að stjórnarmenn skuli bera ábyrgð gagnvart íbúum höfuðborgarsvæðisins í heild og svara fyrirspurnum almennings og fjölmiðla um störf sín með rökstuðningi fyrir aðgerðum eða starfsemi þjónustu sem þeir bera ábyrgð sem kjörnir fulltrúar í stjórn Sorpu.“

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, er eini fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Sorpu.

Ásakanir um einelti

Egill nefnir að á síðasta borgarstjórnarfundi hafi verið óskað eftir svörum frá meirihlutanum um málið, án árangurs:

„Á áðurnefndum fundi óskuðu fulltrúar minnihlutans eftir svörum við ýmsum spurningum en fengu engin svör. Sumir brugðu á það ráð að spyrja aftur, en engin svör bárust.“

Egill nefnir einnig að þegar óskað var svara um málið á fundinum, hafi meirihlutinn sakað minnihlutann um að leggja sig í einelti:

„…hljóp fulltrúi Samfylkingar upp í pontu og sakaði alla þá sem spurðu spurninga um ítrekað einelti í garð borgarfulltrúa Vinstri grænna sem jafnframt er eini fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Sorpu. Fyrir það eitt að spyrja spurninga. Er það einelti að leita svara við spurningum um milljarða verkefni sem er fjármagnað af skattgreiðendum? Er það einelti að beina spurningum til kjörinna fulltrúa sem fá greitt fyrir ábyrgð og setu í stjórnum fyrir hönd borgarinnar? Þær vangaveltur skil ég eftir hjá borgarbúum Reykjavíkurborgar. Þetta er að minnsta kosti ný aðferð meirihlutans í Reykjavík til að kasta ábyrgðinni frá sér.“

Þá má geta þess að í umfangsmikilli umfjöllun Stundarinnar um hina nýju stöð Sorpu, kemur fram að illa gangi að ná tali af stjórnarmönnum og forsvarsmönnum fyrirtækisins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hins vegar hafi framkvæmdastjórinn séð sér fært um að koma fram í öðrum fjölmiðlum.

Talin úrelt

Sorpumálið hefur verið mikið í fréttum undanfarið, en ný gas- og jarðgerðarstöð hefur farið langt fram úr kostnaði og er af erlendum sérfræðingum talin úrelt. Þá er mikil óvissa varðandi afurðir stöðvarinnar, sem er molta og metangas, en engir samningar liggja fyrir varðandi söluna á metangasinu og er eftirspurnin lítil. Þá er moltan úr stöðinni sögð ófullnægjandi að gæðum. Hefur Gasið því verið brennt og moltan urðuð, en stöðin hefur hingað til kostað 5,3 milljarða og hefur farið 1,6 milljarða fram úr kostnaðaráætlunum. Samkvæmt Stundinni liggur endanlegur kostnaður ekki fyrir, en viðbúið er að enn eigi eftir að bætast við kostnaðinn.

Uppfært – Líf bregst við

Líf brást við grein Egils og sagði við Eyjuna að svörin hefðu vissulega borist:

„Ég skil ekki hvaðan hann er að koma. Ég svaraði öllum þeirra spurningum samviskusamlega í ræðu á borgarstjórnarfundi. Þegar ég síðan sá hvernig mælendaskráin fylltist af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og fólk þar setti sig aftur og aftur á mælendaskrá og jafnvel áður en það hafði tekið til máls eða lokið máli sínu ákvað ég að bíða og spara ræðutíma minn, hlusta á umræður og taka niður spurningar og vangaveltur frá borgarfulltrúum. Síðan setti ég mig aftast á mælendaskrá til að svara því sem út af stóð. Ég tel að það hafi tekist. Aðrir borgarfulltrúar meirihlutans sem tóku til máls á undan mér svöruðu einnig spurningum sem vöknuðu þannig að ég taldi óþarfi að endurtaka þau svör. Það er auðvitað leiðinlegt ef borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hlusta ekki á það sem fram fer í borgarstjórn eða það sem ég segi í ræðustól. Þeir geta þá bara rætt við flokksfélaga sína úr öðrum sveitarfélögum sem sitja í Sorpu ef þeim hugnast ekki að fá svör frá vinstrikonu.“

Sjá einnig: Nýja stöðin talin úrelt og gölluð – Kostaði 5,3 milljarða -„Nýtt Sorpuhneyksli“

Sjá einnig: Nýjar vendingar í Sorpumálinu – „Heimsmeistari í ósannindum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur