Ragnheiður er hætt að drekka, reykja og borða mat sem veldur henni skaða
„Ef fólk langar virkilega til að þjást af kvíða þá mæli ég með því að það fái sér í glas og helst reyki með því. Hjá mér olli áfengið kvíða, þunglyndi, svefntruflunum og öðrum óþægindum. Það hentaði mér mjög illa að drekka,“ segir Ragnheiður sem setti tappann í flöskuna 2004.
„Ég er hætt að drekka, hætt að reykja og hætt að borða mat sem veldur mér skaða. Ég kýs að vera ekki í því sem veldur mér vanlíðan. Sú ákvörðun að leita mér aðstoðar varðandi mataræðið var mér mjög erfið, en ég sá að ég gat ekki ráðið við þetta sjálf. Eftir margítrekaðar tilraunir varð mér ljóst að ég þurfti hjálp. Ég var alltaf annaðhvort í megrun eða einhvers slags ofáti og það gekk ekki lengur.
Af þessu þrennu, að hætta að reykja, drekka eða taka til í matnum er maturinn langerfiðastur.“