Hefurðu einhvern tíma velt því fyrir þér hvernig í ósköpunum heilsulindum tekst að gera handklæðin svona dásamlega mjúk?
Ein sniðug móðir er með lausnina. Með því að nota edik verða handklæðin svo mjúk að þú heldur að þú sért vafin inn í bómull. Það besta við þetta er að þessi aðferð bjargar einnig þeim handklæðum sem eru þegar orðin grjóthörð og leiðinleg.
Konan deilir ráðinu á TikTok og útskýrir hvernig það breytti öllu að skipta út mýkingarefninu fyrir edik. Hún segir handklæðin verða „fersk og flöffí.“
Þvoðu handklæðin á 40 til 60 gráðum. Settu þvottaefni og svo hálfan bolla af ediki í stað mýkingarefnis. Settu síðan handklæðin í þurrkara ef völ er á.
@mama_mila_Say goodbye to stiff, crusty towels 👋 ##selfcare ##selfcaretips ##hometips ##mumsoftiktok ##tiktokwellness ##learnontiktok ##springcleaning ##bathroomcheck♬ American Boy – Live Acoustic – VersaEmerge
Konan, sem kallar sig Mama Mila á TikTok, deilir reglulega alls konar sniðugum húsráðum á samfélagsmiðlinum. Hér sýnir hún hvernig er hægt að djúphreinsa vaskinn með vörum sem þú þegar átt.
@mama_mila_So easy you can do it while waiting for your dinner to cook ##LetsCook ##cleaning ##cleaningtips ##springcleaning ##tipsandtricks ##learnontiktok ##kitchen♬ Break My Heart – Dua Lipa