fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024

Refsing YouTube-stjörnu vekur óhug – Tók rúmið af syni sínum í 7 mánuði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 9. júní 2020 10:16

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„8 Passengers“ er vinsæl síða á YouTube. Þar fáum við að fylgjast með Franke fjölskyldunni, sem eru átta talsins. Foreldrarnir eru Ruby og Kevin, en Ruby sér mest megnis um YouTube-síðuna sem er með um 2,5 milljón fylgjendur. Ruby er þekkt fyrir strangt uppeldi. En nú finnst mörgum hún hafa gengið of langt og hefur verið sett af stað undirskriftasöfnun til að fá barnavernd til að skoða fjölskylduna.

Ruby deildi myndbandi á YouTube titlað: „Það sem við höfum ekki sagt ykkur.“ Í því segir elsti sonur hennar, Chad, frá refsingu sem hann fékk fyrir að stríða yngri bróður sínum. Chad sagðist hafa sofið á baunapoka (e. bean bag) í kjallaranum síðastliðna sjö mánuði sem refsingu.

„Svefnherbergið var tekið af mér fyrir sjö mánuðum en ég fékk það til baka fyrir nokkrum vikum,“ segir Chad í myndbandinu. „Ég hafði sofið á baunapoka síðan í október.“

Chad lýsir svo hrekknum. „Ég vakti Russel [litla bróður minn] klukkan tvö um morgunn og sagði honum að pakka niður því við værum á leiðinni í Disney Land. Hann bjó um rúmið og pakkaði niður fötunum sínum, og svo þegar hann fór út um dyrnar þá sagði ég honum að við værum ekki að fara. Hann byrjaði að gráta og lemja mig,“ segir Chad.

Ruby tók það fram að hrekkurinn hafi ekki verið eina ástæðan fyrir refsingunni heldur átti Chad að hafa beint loftriffli að andliti Russells, og að hafa skilið hann eftir hangandi á körfuboltaspjaldi.

Myndbandið vakti gríðarlega athygli og hefur Ruby fjarlægt það af YouTube-síðu fjölskyldunnar. Hins vegar hafa netverjar deilt myndbandinu áfram. Þú getur horft á það hér að neðan. Umræðan um refsinguna byrjar á mínútu 8:14.

„Hún er eitthvað veik á geði. Börnin eiga eftir að þurfa á sálfræðimeðferð að halda vegna hennar,“ segir einn netverji.

„Hún er ekki að „deila lífi sínu.“ Hún er að niðurlægja börnin sín opinberlega. Hún lætur eins og hún sé fullkomin og allir ættu að hlusta á hana. Ef ég væri barnið hennar myndi ég skammast mín,“ skrifaði annar.

„Börnin eiga eftir að hata hana þegar þau verða eldri,“ segir einn.

„Henni er sama um að börnin hennar eiga enga vini. Hvað í fjandanum er í gangi,“ spurði einn netverji.

Ekki einangrað atvik

Undirskriftasöfnun hefur verið sett af stað í von um að Barnavernd skoði málið og fjölskylduna. Það hafa yfir 8300 manns skrifað undir þegar fréttin er skrifuð. Það er ekki einungis þetta atvik sem veldur fólki áhyggjum. Ruby á sér langa sögu að baki að refsa börnum sínum og deila persónulegum upplýsingum um þau á netinu.

Ruby hefur til að mynda deilt myndbandi af sér og dóttur sinni eiga „samtalið“ um kynlíf og kynþroska. Dóttir hennar biður hana um að slökkva á myndavélinni og spyr hvort þær geti ekki rætt þetta án þess að taka það upp. Ruby heldur áfram að taka upp þrátt fyrir óskir dóttur sinnar og deilir síðan myndbandinu á YouTube. Fjölskyldan er með tæplega 2,5 milljón áskrifendur á YouTube.

Í einu myndbandi segir unglingsdóttir Ruby að hún eigi enga vini, og það sama eigi við um hin börnin. Stór ástæða fyrir því er að Ruby tekur símann þeirra af þeim sem refsingu, og hún hefur áður sagt að enginn refsing sé styttri en sex mánuðir. Hún tók símann af unglingsdóttur sinni fyrir einu og hálfu ári og ætlar sér ekki að skila honum neitt á næstunni. Svo spilar það einnig inn í að móðir þeirra sé að deila persónulegum myndböndum af þeim á YouTube fyrir milljónir áhorfenda.

Mörg önnur atvik

Eins og fyrr segir er fjölskyldan með um 2,5 milljón fylgjendur. Ruby og Kevin þéna því gríðarlega á myndböndunum sem þau deila af börnunum sínum. Margir hafa gagnrýnt þau fyrir að nota og niðurlægja börn sín í gróðaskyni.

Þetta eru einungis nokkur atvik af mörgum sem foreldrarnir hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir. Í myndböndunum hér að neðan má sjá aðrar YouTube-síður ræða um fjölskylduna og önnur umdeild atvik. Eins og að banna öll raftæki, meðal annars sjónvarp, í þrjá mánuði því börnin stálust í iPad á meðan foreldrarnir voru í burtu.

https://www.youtube.com/watch?v=Bs0nXQa77bU

Ruby svarar fyrir sig

Ruby byrjaði á því að svara fyrir sig í Story á Instagram. Hún eyddi færslunum fljótlega en svo reyndi hún aftur að verja sig ásamt eiginmanni sínum. Það má sjá brot af því í myndbandinu hér að neðan. Þau segjast meðal annars hafa verið að fylgja fyrirmælum sérfræðinga þegar kemur að uppeldisaðferðum.

https://www.youtube.com/watch?v=h2eYCAG_zzs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Kom inn í lið sem var í vandræðum“

Sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Kom inn í lið sem var í vandræðum“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Brentford tapaði á heimavelli – Isak skoraði þrennu

England: Brentford tapaði á heimavelli – Isak skoraði þrennu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gaf öllum liðsfélögunum 42 þúsund króna jólagjöf

Gaf öllum liðsfélögunum 42 þúsund króna jólagjöf
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Laufey skákar Bítlunum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Manchester City án lykilmanns næsta mánuðinn

Manchester City án lykilmanns næsta mánuðinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka