fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fókus

Aldagömul sálfræðiþerapía

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 4. nóvember 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáar bækur höfðu jafn mikil áhrif á mig og þjóðsögur Jóns Árnasonar þegar ég var barn.

Ég hámaði þessar sögur í mig, enda voru þær hrikalega krassandi. Ég trúði á sumt og annað ekki. Trúði því til dæmis að draugar og álfar væru til en ég var ekki eins viss með marbendla og móra.

Langamma mín, hún Ágústa Hjartar, sagðist jú hafa hitt álf inni í Dýrafirði og auðvitað trúir maður öllu sem langamma manns segir.

Mér fannst mest gaman að lesa draugasögurnar en þegar ég varð aðeins eldri fékk ég sérstakan áhuga á skessum.

Gilitrutt, Búkolla, Surtla, Gellivör, Trunt Trunt og tröllin í fjöllunum og allar hinar. Þetta voru stórmerkilegar kerlingar!

Oftast bjuggu þær einar í einhverjum hellum þótt sumar hafi verið í sambandi.

Skrítnustu sögurnar fjölluðu um skessur sem rændu eða lokkuðu til sín saklausa smala og grasakarla, lokuðu þá inni í hellunum og höfðu þá sem kynlífsleikföng.

Þær voru stórar, ljótar, vergjarnar og stjórnsamar.

Ef karlarnir létu ekki strax undan þá dekruðu þær þá til lags við sig og þegar þær fengu leiða á þeim þá ýmist skiluðu þær þeim til baka, alveg snarvitlausum, eða káluðu þeim og átu svo. Einmitt. Þetta var alveg „hard core“.

Eins og við vitum öll eru ævintýri og þjóðsögur einhvers konar aldagömul sálfræðiþerapía. Leið til að skilja og jafnvel vinna úr andlegum erfiðleikum. Sögunum var, og er, ætlað að kenna okkur að rata í lífinu, vara okkur við hættum og velja rétt.

En út á hvað gengu eiginlega þessar hrikalegu skessusögur?

Var þeim ætlað að vara karlmenn við stjórnsömum, miðaldra konum? Tengdist þetta kannski misnotkun eldri kvenna á yngri karlmönnum í baðstofunum? Eða var þetta mögulega óttinn við mislyndi móður jarðar?

Og að lokum, hvar eru þessar skessur eiginlega í dag?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“