fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Fjórir létust við leit að fjársjóðnum – Nú er hann fundinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 21:35

Forrest Fenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega tíu árum faldi rithöfundurinn og forngripasalinn Forrest Fenn, sem nú er 89 ára, bronskistu, sem var troðfull af gulli, og birti síðan vísbendingar um hvar kistuna væri að finna. Hann hét því að sá sem fyndi hana mætti eiga hana og allt gullið.

Hann birti 24 lína ljóð úr bók sinni „The Thrill of the Chase“ á netinu. Ljóðið átti að sögn að vísa á fjársjóðinn og reyndu mörg hundruð þúsund manns að lesa úr því til að komast að hvar hann væri falinn.

Fenn segir að í ljóðinu séu vísbendingar sem vísa á bronskistuna sem hann gróf niður í Klettafjöllunum (Rocky Mountains). Verðmæti innihaldsins er sem svarar til um 130 milljóna íslenskra króna.

Margir reyndu fyrir sér við leit að kistunni í Klettafjöllum og létust fjórir við þá leit.

Á sunnudaginn tilkynnti Fenn að fjársjóðurinn sé fundinn.

„Hann var undir stjörnuþaki í þéttum gróðri í Klettafjöllum og ekki hafði verið hreyft við honum síðan ég faldi hann fyrir rúmlega tíu árum.“

Skrifaði hann á vefsíðu sína.

Hann vill ekki upplýsa hvar fjársjóðurinn var og segir að finnandinn vilji ekki láta birta nafn sitt opinberlega. Hann sendi Fenn mynd af fjársjóðnum til að staðfesta að hann hefði fundið hann.

Fenn hefur áður sagt að markmiðið með þessu hafi verið að fá fólk til að standa upp úr sófum sínum og fara út í óbyggðirnar til að upplifa þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift