fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Eyjan þar sem enginn smitast af kórónuveirunni – Hvað veldur?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 05:45

Giglio. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað veldur því að íbúar á lítilli ítalskri eyju smitast ekki af kórónuveirunni? Það gerir fólk, ættað frá eyjunni, heldur ekki þótt það búi annars staðar. Spurningin er því hvort fólk frá Giglio sé einfaldlega ónæmt fyrir veirunni sem veldur COVID-19?

Norska ríkisútvarpið fjallaði nýlega um þetta. Fram kemur að prófessor Paola Muti hafi verið stödd á Giglio, til að ganga frá búi móður sinnar sem lést nokkrum mánuðum áður, þegar heimsfaraldurinn braust út. Ítölsk stjórnvöld brugðust við með því að loka samfélaginu nær algjörlega og Muti sat því föst á eyjunni. Það varð til þess að hún áttaði sig á undarlegum hlut en það var læknirinn á eyjunni sem sagði henni fyrst frá þessu.

„Læknirinn kom til mín og sagði: „Paola, Paola, þetta er undarlegt. Á þessum heimsfaraldurstíma hef ég ekki séð eitt einasta tilfelli af COVID-19 hér, þrátt fyrir að íbúarnir séu gamlir og að veiran hefur borist til eyjunnar.““

Þetta vakti áhuga Muti og hún vildi gjarnan rannsaka þetta betur.

Hún komst að því að fólk sem bjó á eyjunni og hafði alist upp þar, en bjó ekki lengur þar, veiktist ekki af veirunni. Allir þeir sem smituðust á eyjunni voru annaðhvort í heimsókn eða höfðu flutt þangað frá meginlandinu.

Muti er prófessor í læknisfræði og farsóttafræði við háskólann í Mílanó og býr því yfir mikilli þekkingu á þessu sviði. Hún setti sig í samband við heilbrigðisyfirvöld í Toscana og fékk heimild til að gera stóra rannsókn á íbúum eyjunnar.

Hún fékk sendan nauðsynlegan búnað og um páskana hófst hún handa. Öllum eyjaskeggjum var boðið upp á sýnatöku, bæði á munnvatni og blóði. Munnvatnið til að kanna hvort fólk væri smitað af veirunni og blóð til að kanna hvort það væri með mótefni gegn henni og væri því ónæmt.

Einn gamall maður lést af völdum veirunnar á eyjunni en hann hafði komið þangað til að vera viðstaddur útför, sjálfur hafði hann ekki búið þar síðan hann var barn. Hann smitaði engan að sögn Muti.

Rannsókn hennar leiddi í ljós að nokkrir eyjaskeggjar eru með mótefni gegn veirunni og er það mikil ráðgáta því enginn eyjaskeggi hefur veikst af henni. Nú er verið að rannsaka sýnin enn betur í háskólum í Mílanó og Róm.

Þrjár kenningar

Þrjár kenningar eru aðallega á lofti um ónæmi eyjaskeggja.

Sú fyrsta gengur út á að eyjaskeggjar hafi áður smitast af svipaðri veiru en í mun mildari útgáfu. Þetta gæti hafa gerst fyrir nokkrum árum. Hún gæti þá hafa gert fólk ónæmt. Sú veira gæti hafa verið í formi kvefpestar eða líkst hefðbundinni inflúensu.

Önnur kenning gengur út á að ósnortið og hreint umhverfið á eyjunni í blöndu við Miðjarðarhafsloftslag, mikla sól og salt hafi gert eyjaskeggja ónæma.

Þriðja kenningin gengur út á að hér sé um erfðir að ræða. Þar sem eyjaskeggjar hafi gifst hvert öðru síðustu fjórar aldir hafi það þróað með sér sameiginlegt prótín sem valdi því að veiran nær ekki að dreifa sér mikið um líkama þeirra.

Muti hallast sjálf aðallega að fyrstu kenningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið