Þetta kom fram í viðtali RÚV við Þórólf sem sagði rök skorta fyrir ákvörðun WHO. Áður en WHO breytti um stefnu í þessu máli hafði stofnunin sagt grímurnar veita falskt öryggi og auk þess gengi á birgðir, sem heilbrigðisstarfsfólk þyrfti á að halda, ef almenningur notaði slíkra grímur.
„Mér finnst þetta vera skrýtnar tillögur miðað við það sem stofnunin lagði til þegar veiran var í vexti. Það eru engar nýjar röksemdir fyrir að þetta komi að gagni.“
Sagði Þórólfur í samtali við RÚV og benti á að einkennilegt sé að tala um slíka grímunotkun þegar faraldurinn sé í rénun.
Hann sagði einnig að notkun á andlitsgrímum geti leitt til þess að fólk gæti sín ekki eins vel á öðru fólki og að það sjáist vel að fólk sé stöðugt að káfa á grímunum. Grímunotkun geti því hugsanlega stuðlað að aukningu smita. Þess utan sé lítið um smit hér á landi núna og því mæli hann ekki með almennri notkun á andlitsgrímum.