fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Nágranni Christian B. tjáir sig en fósturmóðir hans segist ekkert vita og vill ekkert vita

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júní 2020 07:00

Christian Brückner - Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir helgi skýrðu þýska og breska lögreglan frá því að 43 ára Þjóðverji, Christian B., sé grunaður um að hafa numið Madeleine McCann á brott í maí 2007 og myrt hana. Hún var þá í fríi í Algarve í Portúgal með foreldrum sínum. Þýska lögreglan segir að Christian B. sé þekktur kynferðisbrotamaður sem hefur hloti marga dóma fyrir brot gegn börnum.

Í umfjöllun MailOnline um málið er haft eftir nágrönnum og kunningjum fósturmóður Christian B. að uppvaxtarár hans hafi litast af afbrotum og margvíslegum vandamálum.

„Ég veit ekkert um þetta og ég vil ekki vita neitt.“

Sagði fósturmóðir hans þegar blaðamenn knúðu dyra heima hjá henni.

Alltaf í vandræðum

Á miðjum áttunda áratugnum, þegar Christian B., var kornabarn var hann ættleiddur af hjónunum Brigitte og Fritz B. Þau bjuggu í bænum Bergtheim í suðurhluta Bæjaralands. Það var alkunna í bænum að Christian B. var alltaf að lenda í vandræðum og að fósturforeldrar hans ættu meira en fullt í fangi með hann og uppeldið. Þeim er lýst sem góðhjörtuðu og ástríku fólki.

Hjónin ættleiddu þrjá drengi og höfðu þeir allir slæmt orð á sér í bænum. 1992, þegar Christian B. var 16 ára, slasaðist Fritz B. alvarlega í bílslysi. Hann skaddaðist á heila og þurfti að nota hjólastól. Nágrannar segja að það hafi verið hann sem sá um að aga drengina en það hafi hann ekki getað eftir slysið og þá hafi vandamál Christian B. færst yfir í afbrot. Sama ár og slysið varð var hann handtekinn grunaður um innbrot.

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi 2007.

Nágrannarnir segja að Brigitte B. hafi gert sitt besta í uppeldinu á Christian B. um leið og hún annaðist eiginmann sinn. Á endanum orkaði hún ekki lengur að hafa piltinn heima og var hann sendur á heimili fyrir ungmenni sem glímdu við vandamál í námi. Þar bjó hann til 1994. Það ár hlaut hann fyrsta fangelsisdóm sinn. Þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa beitt barn kynferðislegu ofbeldi og að hafa viðhaft kynferðislega tilburði fyrir framan annað barn.

Að afplánun lokinni flutti hann til Portúgal þar sem hann þvældist um Algarve, þaðan sem Madeleine McCann hvarf áratug síðar.

Í september 2005 braust hann inn á sumardvalarstaðinn, sem Madeleine hvarf frá tveimur árum síðar, og nauðgaði 72 ára bandarískri konu. Hann var handtekinn vegna þess máls í ágúst á síðasta ári og dæmdur í fangelsi þar sem hann situr nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið