fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Halldór telur rót kynferðislegs áreitis vera að konur sjáist og segir múslíma hafa lausnina: „Þeir klæða allar konur í svarta ruslapoka“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 24. nóvember 2017 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Jónsson, verkfræðingur og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, segir að rót kynferðislegs áreitis sé að konur séu „svo aðlaðandi í augum karlmanna að til vandræða er“.

Hann segir á bloggi sínu að múslímar hafi séð við þessu með því að „klæða allar konur í svarta ruslapoka“. Oft hefur verið vitnað í Halldór í Staksteinum Morgunblaðsins. Hann vakti athygli í sumar þegar hann kom Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, meðan mál hans stóð sem hæst.

Óhætt er að segja að skoðanir Halldórs séu umdeildar og ekki allra. Ummæli Ragnars Önundarsonar um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, varaformann Sjálfstæðisflokksins, á Facebook voru víða fordæmd en það má segja að Halldór gangi skrefinu lengra. „Rót vandans í þessum málum öllum sem snerta kynferðislega áreitni er nokkuð augljós þó ekki megi tala um hana. Konur eru nefnilega svo aðlaðandi í augum karlmanna að til vandræða er,“ skrifar Halldór.

Sjá einnig: Áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum til áratuga segir að Robert Downey hafi „keypti sér það sem hann gat keypt“

Í færslu sinni líkir Halldór því næst múslímum við rottur og ræningja. „Múslímar eru búnir að sjá við þessu. Þeir klæða allar konur í svarta ruslapoka. Það veit enginn hvað er innan í pokanum þannig að það er engin freisting að klípa né þukla og oft er andlitið líka hulið með klút eins og ræningjar gerðu í villta vestrinu. Samt fjölgar þeim eins og rottum án þess að ég skilji það. Og flestir þeirra vilja ekki búa heima hjá sér heldur hjá okkur á Vesturlöndum en halda sínum siðum og helst á okkar kostnað,“ skrifar Halldór.

Hann telur að karlmenn geti varla hamið sig, fegurð kvenna sé fyrir allra augum. „En hjá okkur er þetta allt í mínus. Við getum illa hamið á okkur lúkurnar þar sem við höfum alla þessa fegurð og freistingar fyrir augunum. Tilraun til vangadanss getur verið stórhættuleg og faðmalag getur kostað kæru fyrir kynferðislegt ofbeldi. Það er vandlifað með rót vandans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi