fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Hagfræðingur gáttaður á stjórnvöldum – „Nokkuð mótsagnakennt að gera þetta svona“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 5. júní 2020 19:00

Formenn ríkisstjórnarflokkanna. Mynd-Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það virðist nokkuð mótsagnakennt að gera þetta svona,“ segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur við Háskóla Íslands um þá staðreynd að ríkisstjórnin ætli að verja alls 34 milljörðum til að viðhalda ráðningarsambandi fyrirtækja við starfsfólk sitt með hlutabótaleiðinni, en 27 milljörðum til að eyða ráðningarsambandinu með uppsagnaleiðinni, sem gagnrýnd hefur verið fyrir að hvetja fyrirtæki til að segja upp starfsfólki sínu.

Eyjan fjallar um uppsagnaleiðina í helgarblaði DV sem kom út í dag. Þar er meðal annars rætt við Þórólf, sem hefði kosið að hafa styrkina í formi lána með endurgreiðslukröfu. Endurgreiðslan væri þá í takt við innkomu fyrirtækisins síðar meir, ekki ósvipað og hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) notast við, þar sem námslán eru greidd eftir tekjum lánþega.

„Mér fannst miður að menn skyldu ekki horfa á slík sjónarmið hér á landi,“

segir Þórólfur sem sjálfur var stjórnsýslunni til ráðgjafar í málinu. Hann nefnir að það hafi sýnt sig í misnotkuninni á hlutabótaleiðinni að allt sé reynt til þess að svindla á kerfinu, líkt og skýrsla Ríkisendurskoðunar leiddi í ljós:

„Manni sýnist að það hafi verið auðvelt stundum að fá endurskoðendur til þess að búa til það sem þurfti að búa til.“

Nánar má lesa um málið í helgarblaði DV þar sem einnig er rætt við Skúla Eggert Þórólfsson, ríkisskattstjóra og Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur