Stjörnurnar lenda oftar í faðernisskandölum en nokkur annar. Það er mikið í húfi sem veldur því að fólk í leit að peningum eða fimmtán mínútna frægð stígur fram úr skugganum. Hér gefur að líta nokkur fræg faðernismál sem gerðu allt vitlaust á sínum tíma.
Áður en raunveruleikastjörnurnar Kourtney Kardashian og Scott Disick skildu fyrir fullt og allt tóku þau sér pásu frá hvort öðru árið 2008. Á þeim tíma svaf Kourtney hjá fyrirsætunni Michael Girgenti. Níu mánuðum seinna fæddi Kourtney son hennar og Scotts, Mason Disick. Fimm árum seinna höfðaði Michael forsjármál fyrir dómi, en DNA-próf sýndi að Scott Disick er pabbinn.
Áður en Steve Jobs varð tæknimógúllinn sem við þekkjum í dag var hann bara rólegur framhaldsskólanemi sem átti kærustu. Árið 1978 eignaðist Chrisann dóttur og sagði að Steve væri faðirinn. Steve harðneitaði og sagðist vera ófrjór. DNA-próf sýndi annað en Steve neitaði að horfast í augu við sannleikann. Það var ekki fyrr en árið 1986 sem hann loksins hitti dóttur sína, Lisu Nicole, og hafa þau verið náin síðan.
Árið 2009 sagði kona að nafni Karen Sala að Keanu Reeves væri faðir fjögurra barna hennar og hefði þar að auki dáleitt hana. Hún tók hann fyrir dóm og bað um 21 milljón króna á mánuði í barnameðlag og 418 milljónir aukalega í meðlag (e. spousal support). DNA-próf sýndu að leikarinn átti ekkert í börnunum og málinu var vísað frá.
Eftir að Eddie Murphy skildi við eiginkonu sína til þrettán ára árið 2006 kynntist hann kryddpíunni Mel B. Fljótlega varð hún ófrísk og sagði Eddie vera föðurinn. Eddie þvertók fyrir það í heilt ár en samþykkti loks að taka DNA-próf árið 2007, sem sýndi að hann var faðirinn. Þrátt fyrir það hefur Eddie ekki viljað hafa neitt með dóttur sína, Iris, að gera.
Þegar Justin Bieber var enn þá bara barn sagðist einn aðdáandi hans, hin tvítuga Mariah Yeater, að hann væri faðir dóttur hennar. Þetta var árið 2011 og kom hún fram í viðtali við slúðurblaðið Star. Mariah hélt því fram að þau hefðu eytt nóttinni saman eftir tónleika hans og þá nótt hafi dóttir hennar verið getin. Hún dró kröfu sína til baka eftir að Justin samþykkti að fara í DNA-próf. Fyrrverandi kærasti Mariuh viðurkenndi seinna meir að slúðurblaðið hafi borgað Mariuh fyrir að ljúga.
Skandalar virðast elta Tristan Thompson hvert sem hann fer. Körfuboltakappinn og fyrrverandi kærasti Khloé Kardashian stendur nú í faðernismáli sem virðist engan enda ætla að taka. Fyrirsætan Kimberly Alexander heldur því fram að hann sé faðir fimm ára sonar hennar. Tristan fór sjálfviljugur í faðernispróf sem var neikvætt. Þrátt fyrir það segist Kimberly vera viss um að hann sé pabbinn og heldur því fram að einhver hafi átt við prófið. Nýlega var skilaboðum á milli Tristan og Kimberly lekið í fjölmiðla. Þar má sjá að Kimberly var ósátt við að þau hafi notað greiningarþjónustu sem Kardashian-fjölskyldan notar. Tristan hefur nú höfðað meiðyrðamál gegn Kimberly með aðstoð fyrrverandi kærustu sinnar og barnsmóður, Khloé Kardashian