Rétt í þessu eru nú þegar komnir fimm laxar á land í Norðurá en áin opnaði með formlegum hætti árla morguns. Helgi Björnsson og eiginkona hans opnuðu ána að þessu sinni.
Veiðin fór rólega af stað en Helgi sagði í samtali við Veuðipressuna vera viss um að það styttist í fyrsta laxinn og það voru orð að sönnu.
,,Það er gaman hérna og umhverfið allt rosalega fallegt. Ég hef veitt áður laxa og fyrir nokkrum árum setti ég í 20 punda lax í Eystri Rangá,“ sagði Helgi Björnsson.
Mynd: Staðan við Norðurá í morgun.