fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Lögreglan gerir athugasemdir við merkingar göngugatna í miðborginni

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Götum miðborgarinnar hefur mörgum verið breytt í göngugötur, við mismikla ánægju verslunareigenda. Ekki hafa allir áttað sig á breytingunum, og brunað á bíl sínum niður göngugötur þó slíkt sé nú bannað. Er það líklega bæði út af gömlum vana, en einnig vegna þess að umferðarskiltin eru ekki nægilega áberandi.

Það er að minnsta kosti álit lögreglunnar, en Árni Friðleifsson, aðalvarstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að það væru hnökrar á merkingum, þó svo borgin hafi gert allt lagalega rétt í sinni aðkomu:

„Ég er búinn að fara í tvígang niður á Laugaveg og skoða merkingarnar. Þær eru eftir formreglu reglugerðar um umferðarmerki, en það eru hnökrar. Þetta er merki sem eru hátt uppi, það mætti lækka þau, og við erum búin að koma okkar ábendingum á framfæri við borgina.“

Þá nefndi Árni að lögreglan hefði fulla heimild til að sekta, þó svo annað hafi komið fram í Twitter færslu lögreglunnar á dögunum, en ekki væri hægt að vakta öll brot:

„Það er engin gata sem getur fengið 24 tíma eftirlit hjá lögreglu. Það er ekki inni í myndinni. Ef svo væri þá værum við að búa í lögregluríki og það vill enginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni