fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Bretar vilja veita þremur milljónum Hong Kong-búa ríkisborgararétt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 19:00

Boris Johnson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði fyrir helgi að Bretar muni halda áfram að verja réttindi íbúa í Hong Kong fyrir Kína. Bretar eru af þeim sökum reiðubúnir til að veita tæplega þremur milljónum Hong Kong-búa breskan ríkisborgararétt. Þetta er svar Breta við fyrirætlunum kínverskra stjórnvalda um að lögleiða ný öryggislög í Hong Kong sem var áður bresk nýlenda.

Á fimmtudaginn sagði Raab að Bretar væru reiðubúnir til að veita 300.000 Hong Kong-búum breskan ríkisborgararétt. Á föstudaginn sagði breska innanríkisráðuneytið að tilboðið myndi gilda fyrir alla þá sem bjuggu í Hong Kong fyrir 1997 og eru með bresk vegabréf. Þetta eru mun fleiri en þeir 300.000 sem Raab ræddi um því þetta gildir um 2,9 milljónir Hong Kong-búa að sögn breska innanríkisráðuneytisins.

Priti Patel, innanríkisráðherra, sagði að ef Kínverjar láta verða af því að láta þessi lög taka gildi muni bresk stjórnvöld kanna möguleikann á að heimila öllum þeim sem eru með bresk nýlenduvegabréf að sækja um heimild til að vera í Bretlandi og hefja þannig vegferðina að breskum ríkisborgararétti.

„Við munum halda áfram að verja réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong.“

Þingið í Peking samþykkti á fimmtudaginn ný öryggislög fyrir Hong Kong sem eiga að sögn kínverskra yfirvalda að taka á „öllum því er ógnar þjóðaröryggi alvarlega“ í Hong Kong. Lögin fóru ekki fyrir þing Hong Kong og því eru kínversk stjórnvöld að grípa fram fyrir hendur þings Hong Kong en mótmælendur hafa mánuðum saman mótmælt skerðingu lýðræðis í ríkinu. Hong Kong hefur notið sjálfsstjórnar upp að vissu marki og almenningur hefur meiri lýðræðisleg réttindi þar en annarsstaðar í Kína en nú er kommúnistaflokkurinn að herða tök sín á landinu.

Hong Kong fékk sérstaka stöðu innan Kína samkvæmt samningi Kínverja og Breta um yfirtöku Kína á Hong Kong 1997. Sú sérstaka staða átti að gilda í 50 ár en margir telja að nú séu Kínverjar að ganga á bak orða sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið