fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Illskan í öllu sínu veldi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á einni af fjölmörgum rásum Símans er ID Discovery (Investigation Discovery) þar sem fjallað er um hin ýmsu sakamál, sum áratuga gömul. Í þessum þáttum eru sviðsett atriði, misgóð reyndar, og rætt er við einstaklinga sem tengdust málunum á einhvern hátt, komu að rannsókn þeirra eða þekktu fórnarlömbin. Eitt kvöldið festist ég við þessa stöð og sá þátt um eiginkonu sem hvarf kvöld eitt sporlaust. Eiginmaðurinn þóttist harmi lostinn en í ljós kom að hann hafði átt ástkonu í nokkurn tíma. Börn hjónanna virtust gruna föður sinn um að hafa myrt móður þeirra en höfðu enga vissu fyrir því þar sem ekkert varð sannað í þeim efnum.

Í öðrum þætti var fjallað um morð á móður og fjórum börnum hennar og leiddar að því líkur að grunaðir morðingjar hefðu fengið að ganga lausir vegna þess að annar þeirra var í vinfengi við lögreglustjóra bæjarins. Það var margt einkennilegt í þessari sögu, þar á meðal það að nágrannadreng dreymdi draum þar sem hann sá morðið og morðingjana og gat lýst þeim og aðstæðum sem pössuðu nákvæmlega við þær raunverulegu.

Þessir þættir sýna okkur að illskan leynist víða. Fjölskyldufaðirinn getur haft ýmislegt að fela og jafnvel haft morð á samviskunni. Ókunnugir vingast við fólk sem þeir síðan drepa. Raunveruleikinn getur verið harður og grimmur og þar leynist illskan í mun meira mæli en við viljum trúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“