fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í Benzin café-málinu – „Í agalegu frekjukasti ákveður hann að skalla bjórglasið sitt“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina greindi DV frá því að lögreglan hefði verið kölluð til á Benzin café, Grensásvegi. Heimildarmaður DV hélt því fram að blóð hefði verið út um allt og að líklega hefði verið um slagsmál að ræða.

„Hann var bara of drukkinn og var að angra annað fólk og þá vísar starfsmaður honum út af staðnum. Og í einhverju agalegu frekjukasti ákveður hann að skalla bjórglasið sitt.“

Þetta segir Geir Gunnarsson, eigandi staðarins í samtali við DV. Hann segir að sú saga eigi ekki við nein rök að styðjast og að í raun hafi ekki verið um slagsmál að ræða. Honum þykir leiðinlegt að atvik sem þessi veki neikvætt umtal um staðinn.

Sjá nánar „Blóð úti um allt“ – Lögregla og sjúkralið á Grensásvegi vegna slagsmála

Geir segir að einn einstaklingur hafi verið ofurölvi og vísið frá staðnum. Starfsmaður hafi komið manninum út, en þegar að þangað var komið hafi hann skallað glerglas sem að olli því að mikið blóð lak frá höfði hans.

„Það var einhver hálfviti sem var búinn að angra allan staðinn og þegar að hann fór út braut bjórglas á enninu á sér og þess vegna kom þetta blóð. Það voru engin slagsmál eða leiðindi eða neitt vesen.“

Lögreglan og sjúkralið mættu á svæðið í kjölfar atviksins, en samkvæmt heimildum DV var einn einstaklingur færður í burtu á börum.

Geir þykir leiðinlegt að atvik sem þessi veki neikvætt umtal um Benzin café sem hann segir vera til fyrirmyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“
Fréttir
Í gær

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfull mannshvörf skekja karabíska paradísareyju

Dularfull mannshvörf skekja karabíska paradísareyju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“