Tvö hellakerfi voru sprengd en í þeim voru mannvistaleifar sem bentu til að fólk hefði hafst við þar í tugi þúsunda ára. CNN segir að meðal annars hafi fundist 4.000 ára gömul verkfæri þar og 7.000 aðrir hlutir.
Rio Tinto er eitt stærsta námuvinnslufyrirtæki heims og er það með umfangsmikla starfsemi í Ástralíu. Járngrýtisvinnsla stendur undir um helmingi tekna fyrirtækisins.
Helgistaðurinn var sprengdur þann 24. maí eftir sjö ára baráttu frumbyggja við að vernda staðinn. Í tilkynningu sem Rio Tinto sendi frá sér á sunnudaginn segir að fyrirtækið harmi að hafa eyðilagt helgistaðinn og þá þjáningu sem það hafi valdið.