fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Þetta er hægt að gera á Flúðum í sumar

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 1. júní 2020 20:30

Skjáskot: Googlemaps Ian B.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar landsmenn hyggja á ferðalög innanlands er gaman að vekja athygli á afþreyingu víðs vegar um landið. Í næstu tölublöðum DV verður ein síða helguð vinsælum áningarstöðum og farið yfir hvað ferðamenn mega ekki láta fram hjá sér fara. Fyrsti staðurinn sem rýnt er í er Flúðir í Hrunamannahreppi. Flúðir er vaxandi þéttbýliskjarni og vinsæll staður að heimsækja enda af nægu að taka.

Maturinn á Farmers Bistró er frumlegur og góður. Mynd: TM

Sveppastaðurinn frægi

Farmers Bistró er skemmtilegasta sveppa-tripp sem þú kemst á. Eigendur Flúðasveppa, eina sveppabús landsins, opnuðu þennan stórskemmtilega veitingastað þar sem sveppir eru í aðalhlutverki. Matseðillinn er frumlegur og skemmtilegur en þar er að finna paprikusnafs, sveppaís og gulrótarköku með marmelaði svo fátt eitt sé nefnt. Auk girnilegra svepparétta er þar hægt að kaupa grænmeti frá gróðrarstöðinni Flúða-Jöfra, sveppi í kílóavís að ógleymdum sveppamassanum stórkostlega. Sveppamassi er jarðvegsbætir sem fellur til við ræktun ætisveppa á Flúðum og inniheldur íslensk náttúruefni eins og bygghálm, reyr, kalk og mómold og þykir sannkallað undraefni. Massinn góði þykir bæta og kæta garða, plöntur og grænmetisrækt svo um munar. Á Farmers Bistró er hægt að sitja úti í góðu veðri og jafnvel koma á hestbaki en þar er hestagerði fyrir utan. Einnig er hægt að bóka skoðunarferð um svepparæktunina.

Dúkkur, dúkkur, súkkur! Mynd: Ellert Grétarsson

Dúkkusafnið

Dúkkusafnið hennar Margrétar Emilsdóttur er sennilega stærsta dúkkusafn landsins en það telur vel á annað þúsund dúkkur. Safnið er staðsett í bílskúr á Laugarlandi, rétt fyrir ofan sundlaugina. Þar við hliðina á er einnig gróðurhús sem selur sumarblóm á góðu verði. Skemmtilegt stopp fyrir börn á öllum aldri.

Elsta laug landsins er á Flúðum. Mynd: Anton

Elsta laug landsins

Gamla laugin, eða The Secret Lagoon eins og hún er kölluð, er elsta laug landsins en hún var steypt 1981. Lauginni hefur verið haldið nokkuð upprunalegri þótt búið sé að bæta við búningsklefum og veitingasölu. Gestir geta pantað sér drykki ofan í laugina en hún er mjög vinsæl. Ef keyrt er örlítið lengra inn sama afleggjara er þar að finna litla gróðrarstöð þar sem hægt er að kaupa tré og sumarplöntur á mjög góðu verði.

Kryddplöntuparadís! Mynd: TM

Brúsapallur

Stopp hér, kæri kryddjurtaunnandi! Þetta er þitt himnaríki. Við aðalgötuna á Flúðum – þá sömu og matvöruverslun staðarins stendur við – er að finna gróðurhús. Þar er að finna alls konar gúmmelaði beint frá bónda. Bæði kryddjurtir – einstaklega stórar og góðar – salat, tómata, ber, frosið kjöt og sultur svo eitthvað sé nefnt.

Hótelið á Flúðum er fallegt. Mynd: Aðsend

Hótel Flúðir

Icelandair Hótel Flúðir er virkilega skemmtilegt og notalegt hótel vilji fólk stoppa lengur og njóta þess sem þorpið hefur upp á að bjóða. Hótelið er byggt í kringum hótelgarð sem skartar tveimur heitum pottum og útisetusvæði. Veitingahús hótelsins er mjög gott og almennt góð stemning á staðnum. Í sumar er boðið upp á sérstakt tilboð.

Minilik, eþíópískur veitingastaður.

Minilik –Eþíópískur veitingastaður

Fyrir þá sem vilja prófa framandi matargerð er agnarsmár eþíópískur veitingastaður við tjaldsvæðið. Afrísk framandi krydd, húsbúnaður, ilmur og fatnaður eigenda staðarins virkjar öll skilningarvit svo um munar. Veitingahúsið hefur getið sér gott orð og fær mjög góða dóma á Tripadvisor, eða 4,5 stjörnur af 5 mögulegum, en yfir 200 manns hafa gefið staðnum umsagnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“