fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Segir að fyrirtæki tengd Bjarna og Guðlaugi fái hundruð milljóna frá ríkinu fyrir að reka fólk

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 30. maí 2020 17:55

Fjármálaráðherra og utanríkisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt var lagafrumvarp samþykkt í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Frumvarpið varðaði „Stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.“ Mörgum gæti þótt flókið að nálgast upplýsingar um þetta tiltekna lagafrumvarp, en þær má finna hér.

Jóhann Páll Jóhannsson, háskólanemi í Bretlandi sem starfað hefur sem blaðamaður á Stundinni undanfarin ár, birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ræddi þessa ákvörðun stjórnvalda. Hann segir frumvarpið meðal annars fela í sér að fyrirtæki tengd ráðherrum fá hundruð milljóna fyrir að reka fólk.

„Þingvefurinn er bilaður, svo þessar upplýsingar hérna eru gott sem óaðgengilegar nema eftir fjallabaksleiðum. Það er kannski ekki sérlega gott fyrir lýðræðið okkar, sérstaklega þegar fjölmiðlar sýna þessum málum heldur engan sérstakan áhuga. En hér má sem sagt sjá hvernig atkvæði féllu í nótt þegar gengið var frá tugmilljarða tilfærslu á almannafé til eigenda fyrirtækja. Atvinnurekendur fá þessa peninga fyrir að reka fólk án nokkurra skilyrða um samfélagslega ábyrgð og án þess að opnað sé fyrir að ríkið eignist eignarhlut eða geti haft einhver lágmarksáhrif á rekstur og framtíð fyrirtækjanna.“

Bendir á fyrirtæki tengd ráðherrum

Jóhann gefur sterklega í skyn að hagsmunir ráðherra gætu hafað spilað inn í. Hann  bendir á að útlit sé fyrir því að Kynnisferðir og Bláa Lónið muni fá nokkur hundruð milljónir króna, en bæði fyrirtækin eru tengd fjölskyldum ráðherra. Annars vegar Bjarna Benediktssyni og hins vegar Guðlaugi Þór Þórðarsyni.

„Miðað við upplýsingar sem fram hafa komið í fjölmiðlum má gera ráð fyrir að Kynnisferðir fái á bilinu 200 til 300 milljóna styrk vegna þeirra fjöldauppsagna sem fyrirtækið kynnti í lok apríl og Bláa lónið fái svona 700 milljónir fyrir uppsagnirnar sem það kynnti í fyrradag. Fleiri uppsagnir og þar með hærri ríkisstyrkir ættu svo að kikka inn þegar hlutabótaleiðin er tröppuð niður og hert skilyrði við henni taka gildi. Hér nefni ég fyrirtæki sem tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eiga beina hagsmuni af að sé bjargað með þessum hætti frekar en öðrum – Kynnisferðir eru í eigu foreldra og systkina Bjarna Benediktssonar og Bláa lónið meðal annars í eigu eiginkonu utanríkisráðherra. Með uppsagnaleiðinni, björgun á hlutafé fyrirtækja óháð stærð, þá á sér stað – í nafni þess að aðgerðir séu „almennar“ – risastórt bailout, varðstaða um óbreytt eignarhald og hagsmuni þessara fjármagnseigenda og annarra. Kjarninn greindi frá því um daginn að „ekki hef[ði] þótt tilefni innan ráðuneytanna til að meta sérstaklega hæfi ráðherra í þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til vegna COVID-19 faraldursins” og ég veit ekki til þess að rætt hafi verið mikið um þessi augljósu hagsmunatengsl á þingi, það þykir e.t.v. ekki kurteislegt.“

Jóhann segir einnig frá því að þingmenn í stjórnarandstöðu hafi reynt að koma í veg fyrir þetta og minnist þar á breytingartillögu Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hún lagði til að fyrirtæki sem væru tengd svokölluðum lágskattasvæðum myndu ekki fá stuðning. Lesa má breytingartillögu hennar hér.

„Stjórnarliðar hafa undanfarnar vikur hafnað tillögum um að girt sé fyrir að fyrirtæki sem notfæra sér skattaskjól fái ríkisaðstoð. Í gær lagði Oddný Harðardóttir fram tillögu um miklu vægara skilyrði í þessa veru, sem myndi þá bara útiloka stuðning til fyrirtækja sem hafa átt í virkum fjárhagslegum samskiptum við móðurfélag í skattaskjóli undanfarin þrjú ár, eftir afhjúpanir Panamaskjalanna. Meira að segja þetta gátu stjórnarliðar ekki fellt sig við, svo einbeittur er ásetningurinn til að tryggja að fyrirtæki sem standa í virku aflandsbixi fái ríkisstyrki fyrir að segja upp starfsfólki.“

Birti nöfnin

Þá birtir Jóhann einnig nöfn þeirra sem að kusu í gær. Í stórum dráttum voru það Stjórnarflokkarnir og Viðreisn sem sem kusu með, Samfylking og Píratar á móti og Miðflokkur sem greiddi ekki atkvæði.

„Hér að neðan sjáum við hvernig atkvæði féllu. Hverjir tóku afstöðu með því og hverjir tóku afstöðu gegn því að tugir milljarða af almannafé yrðu nýttir til að verja hlutafé, borga fyrirtækjum fyrir að reka fólk, verja kennitölur og óbreytt eignarhald á kapítali frekar en hagsmuni launafólks (því ef það væri hinn raunverulegi tilgangur væru auðvitað farnar einfaldari og ódýrari leiðir af því markmiði). Ég hljóma kannski eins og marxisti þegar ég tala um þetta, en það er vegna þess að að ég er að lýsa alveg ótrúlega frumstæðri og stéttapólitískri beitingu á ríkisvaldinu og sjóðum almennings í þágu þeirra sem eiga fyrirtæki. Þetta er óvenju grímulaust.“

Image may contain: text

Meiri atvinnumissir og meiri kreppa?

Að lokum heldur Jóhann því fram að þessi leið muni valda frekari atvinnumissi og framlengja kreppuna. Hann segir að fólk verði að muna hverjir hafi tekið þessa ákvörðun, þó að ekki verði hægt að taka hana til baka.

„Nú verður fyrirtækjum beint markvisst að uppsagnarleiðinni í stað hlutabótaleiðarinnar með tilheyrandi atvinnumissi og framlengingu á kreppunni. Munum hverjir bera ábyrgð á því og hverjir reyndu að koma í veg fyrir það og setja á það hömlur. En skaðinn er skeður og nú þarf að taka slaginn um að næstu úrræði verði atvinnuskapandi frekar en atvinnueyðandi, að það verði fjárfest í fólki, ofurtekjur og ofureignir skattlagðar með sanngjörnum hætti en atvinnuleysisbætur hækkaðar og framlög til nýsköpunar og virkra vinnumarkaðsúrræða stóraukin. Svo þarf kannski að fjölga opinberum starfsmönnum, t.d. til að koma þingvefnum í lag svo við hin valdlausu getum fylgst almennilega með því sem er gert við sameiginlegu sjóðina okkar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur