fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Keramík er karlmannlegt fag

Guðrún J. Halldórsdóttir fór úr innanhússhönnun í leirgerðarlist til að fá útrás fyrir sköpunarþörfina

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún J. Halldórsdóttir útskrifaðist sem innanhússhönnuður frá Academia Italiana í Flórens árið 2002. Hún starfaði sem innanhússhönnuður í mörg ár, og vann bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en pistlar hennar á vefritinu pjatt.is vöktu einnig mikla lukku á árunum 2011 til 2015.

Íbúar: Guðrún J. Halldórsdóttir, 43 ára, Jóhann Blöndal Þorgeirsson, 43 ára, Viktor Orri Jakobsson, 15 ára, Mikael Kári Jóhannsson, 8 ára, og hundurinn Þorri.

Staðsetning: Bústaðahverfið í Reykjavík

Stærð: 110 fermetrar

Byggingarár: 2007

Fyrir um þremur árum tók sköpunarþörf Guðrúnar aðra stefnu. Hún skráði sig á keramíknámskeið og síðan hefur leirgerðin átt huga hennar allan. Hún lauk keramíknámi frá Myndlistaskólanum í Reykjavík síðasta vor og stundar nú meistaranám í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands.

„Ég var alltaf að hanna fyrir aðra og þráði að skapa list út frá mínum eigin hugarheimi,“ segir Guðrún.

„Innanhússhönnun snýst svo mikið um hvað öðrum hentar en með leirnum byrjaði ég að skapa mitt eigið. Ég hef mikinn áhuga á sýnileika íslenskrar leirlistar. Í meistaranáminu er ég að rannsaka efnið, íslenska leirinn, og allt sem tengist þessu listformi hér á landi.“

Leirlistin er mjög karlmannlegt fag

„Karlmenn eru mjög áberandi í þessu fagi alls staðar annars staðar en á Íslandi sem er svolítið sérstakt af því upphafsmaðurinn var Guðmundur frá Miðdal. Síðar kom Ragnar Kjartansson sem stofnaði Glit. Ég veit ekki hvernig stendur á því að svo fáir karlar eru í þessu í dag, kannski er það vegna þess að listformið er svo ungt? Þetta er samt mjög karlmannlegt fag í sjálfu sér. Það er erfitt að renna leir á rennibekk og maður er að rogast með mjög þungan efnivið. Þetta er auðvitað ekki eins og í myndinni Ghost þótt við séum nú flestar með Patrick á herðunum þegar við erum að renna. Auðvitað væri frábært að fá aðra karlmenn en Patrick í þetta fag, – eins og önnur fög þar sem konur eru allsráðandi,“ segir hún.

Hún segir að á hinum Norðurlöndunum sé þessari grein gert mun hærra undir höfði en hér á Íslandi og tekur Finna sem dæmi.

„Í Finnlandi er almenningur mjög meðvitaður um hvaða hönnuðir eru á bak við bollana og diskana sem fólk notar á hverjum degi. Þar þekkir fólk vel til nytjalistar enda hafa Finnar alltaf verið mjög framarlega á þessu sviði og gert sínu listafólki hátt undir höfði. Dæmi um þessa velgengni eru til dæmis Iittala-vörurnar og Múmínbollarnir sem sjást nú á öðru hverju heimili hér á landi,“ segir Guðrún að lokum.

Við maðurinn minn erum búin að tuða svolítið um þennan örn. Jói minn vildi endilega kaupa þetta í antíkbúð í Köben enda er hann mikilll Sjálfstæðismaður og erninum svipar til fálkans. Ég er mjög hrifin af þessum erni, eins og annarri leirlist, þess vegna burðaðist ég jú með þetta heim í handfarangri.
Þetta er ekki sjálfstæðisfugl Við maðurinn minn erum búin að tuða svolítið um þennan örn. Jói minn vildi endilega kaupa þetta í antíkbúð í Köben enda er hann mikilll Sjálfstæðismaður og erninum svipar til fálkans. Ég er mjög hrifin af þessum erni, eins og annarri leirlist, þess vegna burðaðist ég jú með þetta heim í handfarangri.

Mynd: Brynja

Þessi ástralski fjárhundur er mikill gleðigjafi á heimilinu. Á hillunum fyrir aftan Þorra má sjá verk eftir Guðrúnu.
Þorri gleðigjafi Þessi ástralski fjárhundur er mikill gleðigjafi á heimilinu. Á hillunum fyrir aftan Þorra má sjá verk eftir Guðrúnu.

Mynd: Brynja

Þetta skemmtilega tæki er allt í senn útvarp, geislaspilari og þráðlaus hátalari fyrir snjallsíma. Guðrún segist hrifin af þessari hönnun sem minnir á gamla tíma. Tækið fékk hún í Símabæ og það kostaði í kringum tuttugu þúsund krónur.
Klassík hönnun Þetta skemmtilega tæki er allt í senn útvarp, geislaspilari og þráðlaus hátalari fyrir snjallsíma. Guðrún segist hrifin af þessari hönnun sem minnir á gamla tíma. Tækið fékk hún í Símabæ og það kostaði í kringum tuttugu þúsund krónur.

Mynd: Brynja

Þessar könnur gerði ég meðan ég var í náminu. Édith Piaf var lítil, bogin kona sem söng af lífi og sál. Það er of löng saga að segja frá því hvers vegna ég hrífst svona af Piaf. Ég hef alltaf elskað hana.
Innblásin af Édith Piaf Þessar könnur gerði ég meðan ég var í náminu. Édith Piaf var lítil, bogin kona sem söng af lífi og sál. Það er of löng saga að segja frá því hvers vegna ég hrífst svona af Piaf. Ég hef alltaf elskað hana.

Mynd: Brynja

Rjúpurnar hans Guðmundar frá Miðdal njóta sín vel undir gríðarstóru horni af afrísku nauti.
Guðmundur frá Miðdal í góðum félagsskap Rjúpurnar hans Guðmundar frá Miðdal njóta sín vel undir gríðarstóru horni af afrísku nauti.

Mynd: Brynja

Þessar flöskur voru lokaverkefni Guðrúnar í náminu. Þær eru hugsaðar undir olíu sem er seld í lítratali í verslunninni Frú Laugu.
Fallegar flöskur fyrir Frú Laugu Þessar flöskur voru lokaverkefni Guðrúnar í náminu. Þær eru hugsaðar undir olíu sem er seld í lítratali í verslunninni Frú Laugu.

Mynd: Brynja

Maður er að minnsta kosti átta tíma í senn inni í svefnherbergi á hverjum sólarhring. Þess vegna er gott að hafa Tolla á veggnum og fjólublátt ljós sem lyftir bólinu svolítið upp. Rúmið kemur úr versluninni Betra Bak og litríka ljósið fylgdi með.
Fjólublátt ljós við rúmið Maður er að minnsta kosti átta tíma í senn inni í svefnherbergi á hverjum sólarhring. Þess vegna er gott að hafa Tolla á veggnum og fjólublátt ljós sem lyftir bólinu svolítið upp. Rúmið kemur úr versluninni Betra Bak og litríka ljósið fylgdi með.

Mynd: Brynja

Plötuspilarinn er síðan 1940 og hann kemur frá Berlín. Hann virkar ennþá, ótrúlegt en satt.
Átrúnaðargoðið Plötuspilarinn er síðan 1940 og hann kemur frá Berlín. Hann virkar ennþá, ótrúlegt en satt.

Mynd: Brynja

Þetta eru útskornar hvaltennur og innra eyra úr hval, eða hlustin. Afi Jóa var verkstjóri í hvalstöðinni í gamla daga og skrautið kemur frá honum.
Silfur og tennur Þetta eru útskornar hvaltennur og innra eyra úr hval, eða hlustin. Afi Jóa var verkstjóri í hvalstöðinni í gamla daga og skrautið kemur frá honum.

Mynd: Brynja

Mynd: Brynja

Mynd: Brynja

Hermes, sendiboði guðanna í forgrunni. Fallegi örninn í baksýn.
Sendiboði guðanna Hermes, sendiboði guðanna í forgrunni. Fallegi örninn í baksýn.

Mynd: Brynja

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna