,,Við vorum á Þingvöllum á Ion svæðinu, ég og Kári Páll, í tvo daga og veiðin var frábær,“ sagði Jón Ingi Sveinsson sem var í flottum urriðum og veiðin gekk vonum framar.
,,Við fengum á tvær stangir 46 fiska og þeir stærstu voru 11 pund. Þeir tóku aðallega litlar þurrflugur eða votflugur veiddar rétt undir yfirborðinu. Þetta var virkilega skemmtilegur veiðitúr,“ sagði Jón Ingi ennfremur.
Það er erfitt að henda reiður á hvað hafa veiðst margir urriðar á Þingvöllum það sem af er veiðitímanum. Fiskarnir eru orðnir nokkuð hundruð og margir vel vænir. Og einn og einn bleikja er farinn að gefa sig þessa dagana. Hennar tími fer að koma.
Mynd. Jón Ingi Sveinsson með flottan urriða. Mynd Kári Páll.