Raunveruleikaþátturinn America‘s Next Top Model sætir nú harðri gagnrýni þó svo að þættirnir hafi hætt framleiðslu fyrir nokkru síðan. Sautján ár eru frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið. Þættirnir nutu gríðarlega vinsælda síðasta áratug og komu út 24 seríur í heildina. Í þáttunum er leitað að næstu ofurfyrirsætu Bandaríkjanna.
Sjá einnig: Manstu eftir þessu goðsagnakennda augnabliki úr America’s Next Top Model?
Nýlega hafa þættirnir sætt harðri gagnrýni fyrir neikvæð skilaboð varðandi kynþætti, kynferði og líkamsímynd. Insider greinir frá.
Um þessar mundir er hægt að horfa á þættina á streymisveitunum Hulu og Amazon Prime. Sem þýðir að fólk hefur verið að horfa á þættina aftur eftir langan tíma. Margir áhorfendur voru hneykslaðir yfir hversu óviðeigandi margar myndatökurnar voru og hvernig samskiptum Tyru Banks við keppendur var háttað.
Bæði þættirnir og þáttastjórnandi þeirra, ofurfyrirsætan Tyra Banks, hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Ýmis atriði hafa farið eins og eldur í sinu um netheima og velta margir fyrir sér hvernig í ósköpunum sumt af þessu fékk að fara í loftið.
Atriðið sem var með því fyrsta til að fara í dreifingu var þegar Tyra Banks gagnrýnir keppanda fyrir að vilja ekki láta laga frekjuskarðið sitt. Hún sagði frekjuskarð hennar ekki markaðsvænt.
Why was this allowed to air wtf Tyra banks is going to straight hell pic.twitter.com/xtiWl3srKJ
— H.U.D.A ☪️ (@OladapoAisha) May 5, 2020
Svo má ekki gleyma því þegar hún neyddi keppandann Kahlen Rondon til að sitja fyrir í líkkistu, stuttu eftir að Kahlen frétti að besta vinkona hennar væri látin. Eða þegar hún sagði hinsegin keppandanum Kim Stolz að vera ekki svona opinberlega stolt af því að vera samkynhneigð.
Nah how did Tyra get away with this LOL pic.twitter.com/XrguUvgWFh
— Tanya Compas (@TanyaCompas) May 2, 2020
Eitt af því sem hefur vakið hvað mesta athygli er þegar keppendur voru látnir líta út fyrir að vera af öðrum kynþætti.
Wait wait wait. We must talk about this as well. Tyra was out here normalizing Blackface. How is this woman not cancelled 😂😂 #ANTM pic.twitter.com/EyyKh7gYWO
— Michaela Pratt (@kay_scott324) May 5, 2020
Í myndatöku í fjórðu seríu voru margar af hvítu stúlkunum málaðar svartar í framan, þeim var gefið svokallað „blackface.“
Í þrettándu þáttaröð voru keppendur farðaðir til að líta út fyrir að vera með dekkri húð en þeir raunverulega voru með.
Það er óhætt að segja að áhorfendur fengu sjokk þegar þeir sáu þessi atriði aftur. Þessi og fleiri atriði hafa verið harðlega gagnrýnd og hefur Tyra Banks fengið mikla gagnrýni fyrir hegðun sína, sem margir segja vera ofbeldisfulla, í þáttunum.
Tyra Banks endaði með að svara gagnrýninni á Twitter og sagði að: „Þegar ég horfi til baka, þá sé ég að við tókum nokkrar mjög slæmar ákvarðanir.“
Been seeing the posts about the insensitivity of some past ANTM moments and I agree with you. Looking back, those were some really off choices. Appreciate your honest feedback and am sending so much love and virtual hugs. ❤️
— Tyra Banks (@tyrabanks) May 9, 2020
Ken Mock, annar höfundur þáttanna, tjáði sig einnig um málið og sagðist vera sammála Tyru. Hann sagðist „skammast sín“ fyrir margt sem gerðist í þáttunum.
Want to reiterate what @tyrabanks said. I look at some of those #ANTM moments and cringe. Just a FYI – the entire creative team made the choices in those shows – not just Tyra. So please feel free to yell at me for some of the worst moments in ANTM history! Apologies to all. https://t.co/OzoqqXrDoU
— Ken Mok (@kenmok) May 9, 2020
Fyrr í mánuðinum sagði Jay Manuel, listrænn stjórnandi þáttanna, að hann ætlaði að gefa út bók byggða á reynslu hans af þáttunum. Hann viðurkenndi að mörg atvik í þáttunum létu honum „líða óþægilega.“