fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024

13 hlutir sem enginn segir þér áður en þú ferðast til Íslands

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sophie-Claire Honeller skrifaði nýlega grein á Insider þar sem hún tiltekur 13 atriði sem enginn upplýsir ferðamanninn um fyrir komu hans til landsins.

Í greininni sem beint er til bandaríska lesandans og væntanlegs ferðalags hans til Íslands segir Honeller að ef viðkomandi líði eins og Instagrammið hans líti út eins og gríðarstór auglýsing fyrir Ísland þá sé hann ekki sá eini um það. Já Ísland er málið og já allir sem hann þekkir eru að fara þangað.

Síðan tiltekur hún 13 atriði sem ferðamanninum er vanalega ekki sagt frá áður en hann heldur í ferð sína til Íslands.

Maturinn er fáránlega dýr.
Einföld beygla mun kosta þig meira en fínn matur annars staðar. Þar sem Honeller býr í New York, sem er ein af dýrustu borgum heims, þá hélt hún að hún hefði kynnst því að kaupa dýran mat, en það var rangt hjá henni. Á fyrsta degi mínum á Íslandi, leituðum við að venjulegu kaffihúsi og enduðum með að eyða 18 dollurum (1.860 kr.) í beyglu með rjómaosti, káli og laxi. Þetta er ekki óvenjulegt á Íslandi, þar sem meðalhádegismatur kostar þig 3.000 kr. Forréttur á fínum veitingastað kostar 5.000 kr.

Vatnið lyktar hræðilega, en er algjörlega drykkjarhæft
Vatnið lyktar illa (hugsið ykkur úldin egg), en er algjörlega drykkjarhæft og bragðast mjög vel. Það sagði enginn okkur þetta og við eyddum einu kvöldi á Airbnb mjög þyrst og allar búðir lokaðar.

Þér finnst eins og þú sért kominn aftur til Bandaríkjanna.
Það eru svo margir Bandaríkjamenn alls staðar að stundum gleymdi ég hvar ég var. Íbúafjöldi Íslands er 332 þúsund, en ferðamannafjöldinn er 1,8 milljón á ári.

Það er fólk alls staðar
Allir heimsækja Ísland til að sjá náttúruundur landsins. Það þýðir að allir á Íslandi ætla að sjá nokkra staði. Það þýðir síðan að það eru rútur fullar af fólki við hvern einasta litla hver sem þú ert með á skoðunarlistanum.

Það er verið að byggja alls staðar
Mér brá við að sjá allan fjöldann af byggingarkrönum alls staðar. Ferðamannasprengjan hlýtur að hafa gefið byggingariðnaðinum búst, þar sem verið var að stækka við alla ferðamannastaði sem ég heimsótti og það voru byggingakranar á hverju horni í Reykjavík.

Takmörkuð dagsbirta þýðir að þú þarft að skipuleggja ferðir þínar samkvæmt því.
Við komum til Reykjavíkur kl. 6.30 um morgun og vorum hissa þegar okkur var sagt að það yrði ekki bjart fyrr en eftir þrjá klukkutíma og að dagsbirtan yrði farin um fimmleytið. Og þetta var í byrjun nóvember, takið eftir.
Það er auðvitað engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu á sumrin, en tíminn sem er dagsbirta er alltaf minni og minni á veturna, sem þýðir að þú þarft að skipuleggja fram í tímann. Það er fullt af hlutum að sjá á Íslandi, en margir þeirra eru í 45 mínútna fjarlægð frá hver öðrum, þannig að taktu mið af því og tímanum sem er bjart.

Salerni eru fá og langt á milli þeirra, auk þess sem þarf að greiða fyrir mörg þeirra
Eins og áður sagði þá eru staðir sem vert er að skoða í nokkuð langri fjarlægð frá hver öðrum. Passaðu því að skipuleggja salernisferðir samkvæmt því.

Mörgum klukkustundum er eytt í bíl
Var ég búin að minnast á langar vegalengdir? Já þú munt eyða fullt af tíma í bílaleigubílnum eða í ferðamannarútunni. Það er þess virði, en samt eitthvað sem þú ættir að hafa í huga þegar þú skipuleggur ferðina.

 

Heitar laugar eru hræðilegar fyrir hárið
Í heitu laugunum er eitthvað sem heitir silica, sem er ekki skaðlegt, en gerir hins vegar ekkert fyrir hárið á þér. Bláa lónið útvegar næringu til að setja í hárið áður en farið er ofan í og varar við að hárið geti annars orðið stíft og erfitt að ráða við.

Þú þarft ekki peninga
Allir taka kreditkort. Við þurftum að kaupa klósettpassa á Þingvöllum en þá var hægt að greiða mð kreditkorti. Ég sá aldrei íslenska peninga.

Þú munt líklega ekki sjá Norðurljósin
Norðurljósin eru ótrúlega duttlungafullt náttúrufyrirbæri og margt þarf að spila saman svo þau láti sjá sig, árstími og veðurfar. Það er mælt með að dvelja á Íslandi í minnst sjö nætur til að eiga besta möguleikann á að sjá þau.

Veðrið er duttlungafullari en þú getur ímyndað þér
„Ef þér líkar ekki veðrið, bíddu í fimm mínútur“ segja þeir á Íslandi. Klæddu þig í nokkur lög þar sem að veðrið getur breyst úr svalt í frost á nokkrum sekúndum.

Þú þarft að bóka í Bláa lónið með fyrirvara
Bláa lónið er einn af vinsælustu áfangastöðum Íslands og næstum hver einasti ferðamaður stoppar þar. Þess vegna er mælt með að kaupa miða með góðum fyrirvara í stað þess að mæta bara og vonaast eftir að komast inn.

Já og miðar byrja á 60 dollurum (6.000 kr.) og það er án handklæðis. Handklæði mun kosta þig auka 20 dollara (2.000 kr.). Minntist ég á að það er alltaf troðið af fólki þar?

Þó að þrettán atriðin séu eitthvað sem þarf ekkert að segja okkur Íslendingum þá er engu að síður gaman að sjá hvað hinum almenna bandaríska ferðamanni er bent á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Fjórir bakverðir á blaði United – Liverpool hefur áhuga á einum þeirra

Fjórir bakverðir á blaði United – Liverpool hefur áhuga á einum þeirra
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ákæra birt gegn piltinum sem banaði Bryndísi Klöru – Hnífstungan náði í gegnum hjartað

Ákæra birt gegn piltinum sem banaði Bryndísi Klöru – Hnífstungan náði í gegnum hjartað
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þjarmað að Van Dijk í gær

Þjarmað að Van Dijk í gær
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Margdæmdi svikahrappurinn Jón Birkir segist ekki vera vændiskonan Brynhildur Þórdís sem gefur þó upp reikningsnúmer hans

Margdæmdi svikahrappurinn Jón Birkir segist ekki vera vændiskonan Brynhildur Þórdís sem gefur þó upp reikningsnúmer hans
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Klámstjörnur í hár saman – Lét hana heyra það

Klámstjörnur í hár saman – Lét hana heyra það

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.