fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Guðni telur að þetta muni valda meiri dauða en COVID-19 og krabbamein

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra skrifaði pistil sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar ræðir hann fæðuöryggi og þá ógn sem hann telur að pensilín geti haft í búfjárræktun. Guðni telur það heimsku að fela öðrum matvælaöryggið og vitnar í franska tímaritið Le Monde.

„Co­vid-19 far­aldurinn sýnir okkur svo ekki verður um villst að sumar vörur og þjónusta geta ekki lengur fallið undir lög­mál markaðarins. Það er heimska að fela öðrum að sjá um mat­væla­öryggi og önnur öryggis­mál og leyfa öðrum um­ráð yfir lífs­máta okkar og lífs­kjörum. Við verðum að ná stjórn á þessu nú þegar.“ Þannig skrifaði rit­stjóri franska tíma­ritsins Le Monde, fyrir stuttu.“

Guðni telur að lág dánartíðni vegna COVID-19 á Íslandi gæti hafa komið til vegna þess hve lítið sýklalíf séu notuð á Íslandi.

„Steinn Jóns­son, prófessor í lungna­sjúk­dómum við Lands­spítalann og lækna­deild Há­skóla Ís­lands, skrifar góða grein á dögunum þar sem hann ræðir um við­brögð við Covid-19 far­aldrinum hér á landi og alveg sér­stak­lega um að­dáunar­verða frammi­stöðu ís­lenska heil­brigðis­kerfisins og yfir­vegaðar að­gerðir og for­ystu þrí­eykisins góða. Greinina nefnir hann „Heims­met í lýð­heilsu og gjör­gæslu“. Eitt af því sem Steinn kemur inn á í greininni er lág dánar­tíðni í hlut­falli við fjölda smitaðra, en hlut­fall sé 1/8 hér á landi í saman­burði við Banda­ríkin og svipað eigi við ef borið sé saman við mörg Evrópu­lönd sem farið hafa illa út úr far­aldrinum. Mis­munandi dánar­tíðni eftir löndum segir Steinn að sé ráð­gáta sem hljóti að veru­legu leyti að snúast um gæði lýð­heilsu­að­gerða og heil­brigðis­þjónustu á hverjum stað, en síðan segir hann: „Dauði vegna veirulungna­bólgu stendur reyndar oft í sam­bandi við bakteríu­sýkingar sem koma í kjöl­far veiru­sýkingarinnar og þar kann að vera lykil­at­riði að hér á landi er til­tölu­lega lítið sýkla­lyfja­ó­næmi baktería fyrir hendi vegna minni notkunar sýkla­lyfja (í land­búnaði hér) heldur en til dæmis á Ítalíu eða í Banda­ríkjunum.“

Guðni óttast að pensilínnotkun í landbúnaði gæti valdið meiri dauða en bæði krabbamein og COVID-19, en hann telur það mikið ábyrgðarleysi að þingmenn opni landið fyrir innfluttu kjöti.

„(Enn og aftur erum við minnt á mikil­vægi þess að standa vörð um þá stöðu sem við höfum búið við hér á landi varðandi heil­brigði bú­fjár­stofna og heil­næm mat­væli frá bændum.) Pensilínnotkun sú minnsta og engin í fóður, en ó­hófið í notkun á pensi­líni í búfé í hinum vest­ræna heimi boðar miklu harðari glímu við dauðann en krabba­meinið og Covid-19. Og leiða má getum að því að glíman við Covid sé verri í löndum sem komast upp með glæp­sam­lega með­ferð á pensi­líni í dýr og af­leiðingar birtast í fólki sem hefur pensilínóþol. Í um­ræðunni um hættuna sem stafar af ó­var­legum innflutningi á hráu kjöti til Ís­lands hafa því miður ráða­menn metið þau sjónar­mið létt­væg og opnað landið í hálfa gátt.“

Hann minnist orða prófessorsins Lance Price sem talaði um sérstöðu Íslands er vörðuðu litla notkun á sýklalyfjum í búfénaði. Guðni telur að þessa sérstöðu verði að verja og mikilvægt sé að stjórnmálamenn og vísindamenn taki þátt í því.

„Stephen M. Walt, rit­stjóri For­eign Policy skrifar: „Raun­sæis­menn vita það núna að heims­far­aldurinn er enn ein á­stæða til að vara sig á hnatt­væðingunni. Hnatt­væðing eykur hættur á ýmiss konar kreppum í sam­skiptum þjóða, en skapar líka al­var­leg innan­ríkis­vanda­mál, svo sem þegar störf eru flutt milli landa.“ Hér hefur verið gengist við kröfu ESB um að flytja megi inn hrátt kjöt til Ís­lands og farið gegn holl­ráðum færustu manna bæði prófessoranna Margrétar Guðna­dóttur og Karls G Kristins­sonar. Aldrei mun ég gleyma varnaðar­orðum dr. Lance Price, prófessors við George Wasingtonháskóla og Milken-lýð­heilsu­stofnunarinnar í Washington, en Sigurður Ingi Jóhanns­son og Fram­sóknar­flokkurinn fengu hann til að koma hingað. Hann var á fjöl­mennum fundi á Hótel Sögu. Magnaðri varnaðar­orð hef ég ekki heyrt gegn því að f lytja hingað ó­frosið kjöt. Erindið fjallaði um lýð­heilsu og al­gjöra sér­stöðu Ís­lands. Hann lýsti stöðu Ís­lands til fyrir­myndar í vörnum gegn út­breiðslu sýkla­lyfja­ó­næmra baktería sem væri stærsta ógn við lýð­heilsu mann­kynsins. Hann sagði þegar hann var spurður um hvað hann ráð­legði ríkis­stjórn og Al­þingi að gera, þá svaraði hann á þessa leið: Nei, nei, aldrei að rjúfa þennan öryggis­múr. Ríkis­stjórnin bar ekki gæfu til að standa gegn þessari ógn. „Varð­staða gegn ó­var­legum innflutningi á hráu kjöti snýst um líf og heilsu ís­lensku þjóðarinnar.“ Þarna liggur stærsta heilsu­fars­ógnin á himni fram­tíðarinnar. Verk­smiðju­bú­skapurinn í vest­rænum heimi snýst víða um drafníð, og glæp­sam­lega lyfja­notkun, gegn þessu fári verða vísinda­menn, læknar og stjórn­mála­menn að rísa.

Var það ekki Gandhi sem minnti mann­kynið á „að jörðin full­nægir þörfum allra, en ekki græðgi allra“? Græðgin hefur tröll­riðið heiminum. Mál er að linni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni