,,Ég fór Snæfellsnes síðustu helgi og renndi aðeins fyrir fiska,“ sagði Magnús Anton Magnússon er við spurðum hann um veiðina að undanförnu en hann veiðir mikið á Nesinu. Þar um slóðir er viða hægt að komast í góða veiði.
,,Ég fór fyrst á Vatnasvæðinu Lýsu og fékk nokkra þar, alltaf gaman að veiða þar.Fór svo í Selvallarvatn og við veiddum helling á þurrfluguna en fiskurinn var frekar smár. Stoppaði stutt við í Staðará og þar var bleikjan að sýna sig en var ekki lengi þar. Ætla að kíkja aftur til veiða á Snæfellsnesið um Hvítasunnunana,“ sagði Magnús Anton ennfremur.
Mynd. Magnús Anton Magnússon að veiða við Selvallavatn. Mynd Sólon Örn.