fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Tólf þúsund störf gætu tapast í ferðaþjónustunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 08:00

Það hefur verið mikil eftirspurn hjá ferðaþjónustunni, eiginlega of mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við spá Íslandsbanka um fjölda ferðamanna og sögulega sterka fylgni hans við fjölda starfsmanna í ferðaþjónustu gæti störfum í ferðaþjónustu fækkað um allt að tólf þúsund á rúmlega einu ári.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ef fylgni útlendinga, sem fara um Keflavíkurflugvöll, og fjöldi starfandi í ferðaþjónustu frá janúar 2009 til janúar 2020 sé skoðuð sjáist að straumur ferðamanna skýri um 99,8% af breytingunni í fjölda starfa í ferðaþjónustu.

„Ferðaþjónustan er mannaflsfrek og það eru takmörkuð tækifæri til að ná fram stærðarhagkvæmni. Það leiðir til þess að nokkuð línuleg fylgni er milli fjölda ferðamanna og fjölda starfa í greininni. Fyrirtæki þurfa svo og svo marga starfsmenn til að taka á móti ákveðnum fjölda ferðamanna.“

Hefur Markaðurinn eftir Jóni Bjarka Bentssyni, aðalhagfræðingi Íslandsbanka.

Samkvæmt nýlegir þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir 9,2% samdrætti í landsframleiðslu á árinu. Á móti spáir bankinn, 4,7% hagvexti á næsta ári og 4,5% hagvexti 2022. Ein af lykilbreytunum í spánni er fjöldi ferðamanna sem Íslandsbanki telur að verði um 750.000 á þessu ári, samanborið við tæplega 2 milljónir á síðasta ári, og að þeir verði rúmlega 1 milljón á næsta ári.

Út frá fylgninni, sem hefur verið á milli fjölda starfandi í ferðaþjónustu og fjölda ferðamanna, ásamt spá Íslandsbanka um fjölda ferðamanna út árið 2022 er hægt að spá fyrir um atvinnuþróun í ferðaþjónustu. Þá sést að störfum í ferðaþjónustu mun fækka úr 27.000 í janúar á þessu ári niður í rúmlega 15.000 í mars 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni