fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Loka stærsta flugvelli Berlínar tímabundið – Opnar jafnvel aldrei aftur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. maí 2020 10:15

Berlin Tegel í Berlín. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn þekktasti og mikilvægasti flugvöllurinn í Þýskalandi, Berlin Tegel, hefur ekki farið varhluta af heimsfaraldri kórónuveiru undanfarnar vikur og hefur flug til og frá vellinum nær algjörlega legið niðri. Af þessum sökum hefur fengist heimild til að loka honum alveg næstu tvo mánuðina. Spurningin er síðan hvort hann muni opna á nýjan leik.

Í október á að taka Berlin Brandenburg-flugvöllinn í notkun en hann á að koma í stað Tegel-flugvallarins. Raunar átti að taka nýja völlinn í notkun fyrir mörgum árum en framkvæmdir við hann hafa farið algjörlega úr böndunum og seinkað um mörg ár og kostnaðurinn farið upp úr öllu valdi. En nú virðist stefna í að hann verði loksins tekinn í notkun.

Þýskir fjölmiðlar efast um að það þjóni nokkrum tilgangi að opna Tegel aftur því þá verði svo stutt í að nýi völlurinn verði tekinn í notkun.

Borgin er ekki án flugvallar því Schönfeld-flugvöllurinn sinnir þeirri litlu flugumferð sem er þessar vikurnar.

Engelbert Lütke Daldrup, forstjóri Tegel-flugvallarins, segir að ákvörðun verði tekin á næstu vikum um hvort lokun vallarins sé tímabundin eða verði varanleg. Ef flugumferð verði enn lítil þá sé það ekki fjárhagslega hagkvæmt að vera með tvo flugvelli í rekstri þar til nýi völlurinn opnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann