Jon Landau, framleiðandi myndarinnar, skýrði frá því á Instagram að nú hefjist tökur á nýjan leik. Því munu aðalleikararnir, Kate Winslet, Zoe Saldana, Cliff Curtis og Sam Worthington, ekki þurfa að sitja auðum höndum mikið lengur.
„Við getum ekki beðið eftir að komast aftur til Nýja-Sjálands í næstu viku.“
Skrifaði Landau á Instagram.
Þegar Avatar var sýnd 2009 sló hún rækilega í gegn og varð tekjuhæsta kvikmynd sögunnar og hélt þeim titli þar til á síðasta ári þegar Avengers: Endgame sló metið.