fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Róttæk hugmynd Jóns Baldvins fær góðar undirtektir – Hjólar í Steingrím og Loga

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grein Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem birtist á Kjarnanum í gær hefur fengið góðar undirtektir á samfélagsmiðlum, ekki síst hjá þeim sem hallast til vinstri í stjórnmálum.

Grein Jóns er gagnrýni á fyrirkomulag fiskveiðikerfisins og segir hann að arðinum á þjóðareigninni hafi verið „stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda,“ sem að nafninu til eigi þó að „gæta þjóðarauðsins“ og þar með almannahagsmuna. Vísar hann til þess þegar eignarhluti Samherja færðist til barna eigenda fyrirtækisins á dögunum:

„Þegar ég spurði þau tíð­indi, að arð­ur­inn af þjóð­ar­auð­lind Íslend­inga væri orð­inn að skatt­frjálsu erfðafé og eyðslu­eyri afkom­enda tveggja ólíg­arka á Akur­eyri, var ég í miðjum klíðum að lesa bók, sem í ljósi þessa þjóð­ar­hneykslis, gæti reynst Íslend­ingum þörf lexía. Bókin heit­ir: „Ex­port­ing the Alaska Mod­el“, eftir banda­ríska pró­fess­ora, Widerquist og Howar­d,“

segir Jón og leggur til að Alaskamódelið verði tekið upp hér á landi, þar sem hver ríkisborgari njóti góðs af þjóðarauðlindinni:

„Enn sem komið er á Alaska mód­elið engan sinn líka. Það sam­anstendur af þremur þátt­um: (1) Tekna er aflað með auð­linda­gjaldi (2) Auð­linda­gjaldið rennur í þjóð­ar­sjóð, sem er ávaxtaður með fjár­fest­ingum (3) Hluta af tekjum sjóðs­ins er síðan varið til greiðslu í pen­ingum til allra íbúa fylk­is­ins.“

Þingmenn á valdi ólígarka

Jón Baldvin segir það síðustu forvöð að grípa í taumana varðandi „ósvinnu“ þeirri sem snýr að sjávarútveginum hér á landi. Segir hann vinstri menn á þingi ekki þora að standa uppi í hárinu á kvótagreifum sem komi úr sama kjördæmi:

„Verði það ekki gert, er það stað­fest­ing þess, að hinn ofur­ríki for­rétt­inda­að­all hefur nú þegar náð slíkum helj­ar­tökum á íslensku þjóð­fé­lagi, að ekki verði aftur snú­ið. Ólíg­ar­k­arnir (rúss­neska yfir auð­linda­þjófa) ráða þegar lögum og lofum yfir heilu kjör­dæm­un­um, þannig að stjórn­mála­menn þora ekki lengur að rísa gegn ofur­valdi þeirra. Er það til­viljun að stofn­andi og burða­rás Vinstri Grænna og núver­andi for­maður Sam­fylk­ingar skila báðir auðu í þessu stærsta máli þjóð­ar­innar – báðir frá Norð­ur­lands­kjör­dæmi eystra? Það er vit­að, að ólíg­ar­k­arnir gera þegar út bæði Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokk­inn. Nú verður ein­fald­lega að láta á það reyna, hvort stjórn­ar­and­staðan er á þeirra valdi líka,“

segir Jón Baldvin og á þarna við Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis og Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar.

Þurfa að bretta upp ermar

Hann segir engin vettlingatök duga lengur og leggur til eftirfarandi:

  1. Aft­ur­kalla allar fisk­veiði­heim­ildir í lok þessa fisk­veiði­ár­s. Þá reynir á laga­á­kvæði um, að aft­ur­köllun tíma­bund­inna veiði­heim­ilda myndar aldrei bóta­kröfu á rík­is­sjóð.
  2. Veiði­heim­ildir á öllum nytja­stofnum í íslenskri lög­sögu verði boðnar upp. Þegar í stað verði gerð vönduð grein­ing á reynslu Fær­ey­inga, að upp­boðs­mörk­uð­um. Ríkið mundi skil­greina lág­marks­verð veiði­heim­ilda.
  3. Allar tekjur af sölu veiði­heim­ilda renni í þjóð­ar­sjóð (sbr. Ala­ska).
  4. End­ur­heimt auð­lind­arent­unn­ar.

Þá vill hann einnig að stjórnarandstaðan ráði færustu sérfræðinga til að ráðleggja sér hvernig megi endurheimta megnið af auðlindarentunni, upp á hundruð milljarða króna, með lögformlegum hætti, á þeim forsendum að eignarréttur þjóðarinnar á auðlindinni hafi ekki verið virtur hingað til.

Kosningar samhliða þjóðaratkvæðisgreiðslu

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, deilir grein Jóns og birtir orð hans um að næstu kosningar eigi einnig að verða þjóðaratkvæðagreiðsla um málið:

„Næstu kosn­ingar eiga að vera þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um þessa aðgerða­á­ætl­un. Ef Alþingi Íslend­inga tekur ekki í taumana í þessu máli og kemur lögum yfir þjóð­ararðs­þjófn­að­inn, stað­festir það, að völdin í íslensku þjóð­fé­lagi hafa færst frá lög­gjaf­ar­vald­inu til for­rétt­inda­að­als, sem ræður orðið lögum og lofum í land­inu. Þá er bara eitt úrræði eft­ir: Að þjóðin end­ur­heimti þau völd, sem hún hefur verið rænd, reki heim þetta dáð­lausa þing og velji sér nýja menn til for­ystu – menn sem þora og standa við orð sín um vernd almanna­hags­muna.“

Þá deilir Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor einnig grein Jóns á samskiptamiðlum og Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur