Lax er farinn að sjást víða í ánum eins og í Laxá í Leirársveit, Laxá í Kjós, Elliðaánum og Þjórsá. Í Norðurá í Borgarfirði sáust fyrstu laxarnir um helgina en áin opnar 4.júní.
,,Við vorum að vinna við Norðurá um helgina og kíktum niður að Laxfossi,“ sagði Einar Sigfússon er við spurðum hann um stöðuna við Norðurá og Einar bætti við.
,,Það voru allavega 3 eða 4 laxar á Brotinu, erfitt að sjá en áin var svo græn á litinn. Þrír laxar sáust vel svo hann er mættur. Það kemur í ljós á allra næstu dögum hverjir munu opna ána,“ sagði Einar ennfremur.
Það er búið að byggja nýja kálf en hinn eyðilagist í fyrra svo það er hægt að komast yfir ána fyrir ofan Stokkhylsbrotið á kláfnum.
Mynd. Það hefur oft verið fjór í opnun Norðurá og alltaf komið laxar á land. Mynd G. Bender.