,,Já, það er rétt að það er víða hægt að veiða hérna kringum Skálholt, bæði í Brúará og Hvíta,“ sagði séra Kristján Björnsson í Skálholti, erum við heyrum í honum, nýbúinn að fá veiðistöng og farinn að veiða á fullum krafti.
,,Veiðin er skemmtileg, það hefur verið kalt hérna, en það hefur aðeins hlýnað. Fór bæði í Brúará og Hvíta um daginn og setti í einn ágætan fisk og missti annan. Þetta er fín svæði hérna til að stunda stangveiði og fjölbreytt,“ sagði Kristján ennfremur.
Veiðimenn hafa verið að setja í ágætar bleikjur i Brúará en hún getur verið treg þar stundum en flottur fiskur.
Mynd. Flottur fiskur kominn á land. Mynd KB