fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Vara við árásargjörnum og svöngum rottum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveiru hefur ekki bara áhrif á okkur mannfólkið því ýmsar dýrategundir finna einnig fyrir áhrifum hans. Víða eru það jákvæð áhrif fyrir dýrin sem losna nú við ágang manna og geta verið í friði. En fyrir bandaríska rottur er heimsfaraldurinn ekkert gleðiefni.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin hefur sent frá sér aðvörun til almennings og hvetur fólk til að varast svangar og árásargjarnar rottur. Ástæðan er að veitingastaðir hafa verið lokaðir um hríð og því hafa rotturnar minna að éta en venjulega. Þetta gerir þær árásargjarnar.

Þær geta yfirleitt gætt sér á afgöngum úr yfirfullum ruslatunnum veitingastaða en síðustu átta vikur hafa verið þeim erfiðar.

Smitsjúkdómastofnunin ráðleggur fólki að tryggja að hús séu vel lokuð, að rusl sé fjarlægt og geymt í öruggum ruslatunnum og að sleppa því að gefa fuglum og gæludýrum að éta í görðum.

Rottur, sem hika ekki við að leggja sér aðrar rottur til munns þegar hart er í ári, eru óvenjulega árásargjarnar þessa dagana segir smitsjúkdómastofnunin. Í apríl sáust dæmi um að þær ætu afkvæmi sín.

The New York Times segir að stórir hópar af rottum hafi safnast sama á götum New Orleans en í Chicago eru þær sagðar fara langar leiðir í leit að æti og séu nú einnig á ferð að degi til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið