fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Hálf milljón breskra barna sveltur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 22:08

Myndin tengist fréttinni ekki beint en sýnir breska fjölskyldu á tímum COVID-19. EPA-EFE/NEIL HALL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátækustu og viðkvæmustu fjölskyldur Bretlands hafa ekki efni á nægum mat handa öllum fjölskyldumeðlimum alla daga. Mörg börn úr þessum fjölskyldum treysta á ókeypis mat, sem þau fá í skólanum, en þar sem skólar eru lokaðir fá þau ekki þessar máltíðir og jafnvel ekkert í staðinn.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Food Foundation, sem annast matargjafir, gerði. Niðurstöðurnar sýna að frá því að bresku samfélagi var meira og minna lokað í mars vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur allt að fimmta hvert heimili ekki getgað útvegað nægan mat handa öllum í fjölskyldunni.

Sumar fjölskyldur neyðast til að sleppa máltíðum en hjá öðrum verða einn eða fleiri að fara svangir í háttinn. Um 1,5 milljón Breta sleppir því að borða heilu dagana því þeir hafa ekki efni á mat. Talið er að á þremur milljónum heimila fái einn eða fleiri of lítinn mat.

631.000 skólabörn frá fátækum heimilum fá ókeypis mat í skólanum. En þar sem skólarnir eru lokaðir fá þau ekkert að borða. Matarmiðakerfi var komið á en það hefur ekki virkað fyrir alla. Food Foundation telur að um miðjan maí hafi aðeins 136.000 börn notið góðs af matarmiðakerfinu. Þá stendur um hálf milljón barna eftir sem ekki fær nægan mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana