fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Bjarni verður á bólakafi í Bootcamp og leiklist

Hvað ertu að gera um helgina?

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 17. nóvember 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég byrja vanalega á Bootcamp tíma í Sporthúsinu áður en ég fer í vinnuna í Fjölbraut í Garðabæ. Þar hefur verið starfrækt leiklistarbraut síðustu átta árin og ég hef verið með í því starfi frá upphafi. Af 750 nemendum skólans eru um 100 á þessari braut og færri komast að en vilja,“ segir Bjarni Snæbjörnsson, leikari og leiklistarkennari, sem á viðburðaríka helgi framundan.

„Ætli ég verði ekki fram á kvöld að undirbúa sýninguna sem fer fram á laugardaginn. Hún er samvinnuverkefni fimmtán nemenda á lokabraut og kennara. Við erum ekki enn komin með nafn á sýninguna en hún verður mjög umfangsmikil og skemmtileg.

Laugardagurinn byrjar líka á ræktinni en á milli 12 og 15 verð ég að kenna söngleikjaspuna í húsnæði Improv Ísland á Hverfisgötu. Söngleikjaspuni er 25 mínútna söngleikur án handrits. Allt saman bara spunnið á staðnum og ég kenni tæknina til að byggja þetta upp. Við sýnum svona söngleikjaspuna í Þjóðleikhúskjallaranum öll miðvikudagskvöld og þar sem þetta er spuni er verkið alltaf ferskt. Hver einasta sýning er bæði frumsýning og lokasýning.“

Hvað er söngleikjaspuni?

„Söngleikjaspuni er framhaldsnámskeið hjá Improv Ísland. Þar eru reglulega haldin mjög skemmtileg spunanámskeið fyrir alla sem hafa gaman af því að tjá sig og hlægja. Að kennslu lokinni bruna ég upp í FG enda frumsýning klukkan sex. Seinna um kvöldið er líklegt að ég kíki í leikhús. Maður þarf að hafa sig allan við ef maður vill komast yfir allt sem er í boði en verandi mikill leikhúsunnandi reyni ég að sjá sem flest af því sem fer á fjalirnar. Á sunnudaginn er að ég að hugsa um að sofa út, að minnsta kosti til ellefu, svo kenni ég aftur söngleikjaspuna frá tólf til þrjú. Síðan liggur leiðin beint upp í FG aftur enda önnur sýning klukkan sex. Sunnudagurinn verður eiginlega alveg eins og laugardagurinn nema á sunnudag fer kvöldið í að ganga frá eftir sýninguna og það verður eitthvað fram á kvöld. Þetta verður sem sagt mjög viðburðarík helgi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“